Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1908, Blaðsíða 5

Æskan - 01.05.1908, Blaðsíða 5
’S Æ S K A N þá hugsun lagðist hann til svefns og svaf það sem eftir var af hvíldartíma hans. Um sömu mundir sem fyrst mátti sjá eystri hlutann af úthverfi Lundúnaborg- ar, þá bar svo til að áliðnum degi, að matsveinninn á Cumberland gelck þang- að sem Edvard stóð og tók hann með sér afsíðis og sagði i hálfum liljóðum : »Eg þarf að segja þjer dálítið«. »Hvað er nú það ?« spurði Edvard forvitinn. »Ef þú ert á sama máli og eg, og við skipverjar allir, þá skulum vér ekki búa undir kúgun stýrimanns lengur«. »Hvað áttu við ? Þið eruðþó,vænti eg, ekki að gera uppreisn á móti honum'?« »Nei, það kemur okkur ekki til hugar, en nú heíir stýrimað- ur farið svo að ráði sínu, að hann á svarlholið víst, ef enginn bjargar honum«. »Gerðu mér dálítið skýrari grein fyrir þessu, eg skil ekki minstu vil- und í því, sem þú erl að segja. Matsveinninn hvíslaði þá nokkrum orðum að Edvard. »Ha, gelur það átt sér stað?« spurði Edvard óttasleginn. »Það hefur þá verið tollsvikin vara, sem ókunni hál- urinn flutti að skipinu i Cadiz um nóttina«. »Já, það er tóbak. Eg var á gægjum, og sá alt sem fram lor. Stýrimaðurinn var úti í Vestur-Indlandsfarinu um kvöldið; hefir hann vísi keypt tóbakið af einhverjum af hásetunum, og heíir sá komið með það frá Ameríku. Bögglarnir eru svo vel geymdir niðri 37 í farrúminu, að tollþjónarnir finna það ekki, nema því að eins, að einhver vísi þeim lítilsháttar á það. Edvax-d varð órótt í skapi og gekk nokkrum sinnum frarn og aftur á þil- farinu. »Slýrimaðurinn tollþjófur! það kom mér þó aldrei til hugar! Við verðum að vara hann við þvi«, mælti hann af ákefð. »Ertu vitlaus! Það er sannarlega ekki í fyrsta skiflið sem hann frcmur loll- svik ; við höfum þagað þangað til nú ; en það skal nú ekki verða lengui’; við er- um nógu lengi búnir að þola ill af honum«. »Nei, nei«, mælti Edvard einheitlur, það er synd og skönun að gera hann uppvísan, nerna hann sé aðvaraður fyrst; eg skal tala við liann undir eins«. Matsveinninn reiddist, en Edvard sat fastur við sinn keip, og fór að leita stýrimann uppi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.