Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1908, Qupperneq 1

Æskan - 01.06.1908, Qupperneq 1
ÆSKAN * BARNABLAÐ MEÐ MYNDUM XI. árg. Eignarrétt liefir: St.-Stúka íslaiuls lI.O.G.T.] Rvík. Júní 19 0 8. Ritstjóri: séra Friðrik Friðriksson. 11—12. tbl. Ljón. Ljónið er allra rándýra frægast og oft nefnt konungur dýranna. Það er jafnan æðst talið alla dýra af kattakyni; enda er það og þeirra dýra stærst, sterkast og tígulegast. IJað er á liæð við vetrung hér um bil eða mjög smáan hest, en fult svo langt, álíka og meðal-hestur á lengd að minsta kosti. Það er afar- höfuðstórt og liöfuðið stórskorið, svip- mikið og ægilegt, ginið feiknarlegt og sterklegt, gult á litinn, karldýrið með gríðar-langan og þéttan makka um allan framhluta líkamans, liáls, brjóst og hnakka og alt aftur um bógana, — og rís makkinn eins og kragi, þegar dýrið reiðist eða kemst í sterka geðsliræringu, — en afturhlutinn er snoðinn, og alt eins andlilið, útlimirnir fremur lágir, en alar- þreklegir; hefur langa rófu, sem það slær um sig, þegar það reiðist, eða er svangt og sér hráð sína, — og er rófan svo sterk, að eitt högg með lienni slær fullorðinn mann lil jarðar. Ljónið er grimt, eins og öll rándýr eru af kattakyni, -- þó livergi nærri eins °g ýms önnur, svo sem tígrisdýr, og Pardusdýr. Ljónið er og að ýmsu leyti drengilegra en mörg önnur dýr kattakyns, ræðst t. d. miklu sjaldnar aftan að bráð sinni en framan, þegar um menn er að ræða, og drepur ekki dýr að gamni sínu, en lætur sér nægja það sem það þarf, til að seðja hungur sitt. Heimkynni Ijónanna er frá fornu fari löndin í kringum Miðjarðarhahð, einkum að sunnanverðu, og þar austur eftir eða norðurhluti Suður-álfu og vesturhluti Austur-álfu. En á Rómverjatímunum (þ. e. öldunum fyrir og eftir krists fæð- ingu), voru þau veidd afar mikið, bæði drepin til skemtunar, og svo stundum veidd lifandi i netum, sem sérstaklega voru til þess gerð og svo flutt til Róma- borgar og liöfð til þess að berjast við önnur dýr og vopnaða menn, til skemt- unar höfðingjunum og horgarlýðnum. Við þetta fækkaði ljónunum mjög, og er nú á dögum miklu minna um þau í flestum löndum en áður var. Nú er heimkynni ijónanna einkuin hinar miklu eyðimerkur og grassléttur í Suður- og Austur-álfu. Og gera þau þar oft usla ekki alllítinn á fénaði liirðingjaþjóða. [Hirðingjaþjóðir eru kallaðar hálfviltar þjóðir, sem lifa af fjárrækt. Skiftast slíltar þjóðir oft í marga flokka og hefir hver ílokkur sinn höfðingja yfir sér; en sameiginleg stjórn fyrir alla ílokkana á

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.