Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1908, Blaðsíða 7

Æskan - 01.06.1908, Blaðsíða 7
Æ S K A N 47 »Að þú skulir tala svona, Haraldur, það er ósköp að lieyra til þín. Aum- ingja konan ætlaði að stökkva yfir ak- brautina, og var að sjá sem hún ætlaði að ná einhverjum, en þá kom vagninn, og í flýtinum, sem á henni var, þá misti hún fótanna og datt kvlliflöt, svo vagninn ók yfir hana; það eru lítil lík- indi til að hún afberi það«. »Einmitt það, hvað var hún svo sem að ella ?« »Uss, Haraldur! óttalega getur þú verið vorkunnarlaus og kærulaus um annara liagi«. »Jæja! Það getur vel verið, að þú scgir satt. En ef eg á að segja þér, eins og er, þá leiðist mér altaf hér. Mér er illa við þessa bannseltu þvingun og og strangleika í þessu bænaliúsi, sem þú hefir dregið mig inn í, því eg er frjáls maður, sem ekki vil neitt ok eða hlekki hafa. Eg hef nú sagt þér mein- ingu mína, og á morgun ílyt eg mig af sjómannahælinu i leiguhúsið«. Hratt fótalak heyrðist að haki þeirra, — það var prestur, sem kom. Sjó- mennirir heilsuðu honum, en hann tók kveðju þeirra, stóð við og mælti: »Hver yðar er það, sem lieitir Haraldur E. . ? »Það er eg, svaraði Haraldur. »Viljið þér þá gera svo vel og koma með mér,« mælti prestur, alvörugefinn. »Það er kona, yður mjög náin og kunn- ug, sem liggur fyrir dauðanum á L ... sjúkrahúsinu, sem langar mikið lil að sjá yður, áður en hún deyr.« »Eins og yður þóknast«, svaraði Har- aldur, »en þelta lilýtur samt eflaust að vera misgáningur, því eg þekki liér mjög fáa«. »Það eruð nú samt þér, Haraldur«. »Jæja þá«. Dauft lampaljós lýsti í herbergi sjúkl- ingsins, þegar presturinn og Haraldur komu þangað. Að eins daufa skímu bar á rekkjuna, þar sem sjúklingurinn lá. Hárið var silfurhvítt, andlilið föll og magurt. Augun lágu aftur, án þess þó lnin svæfi. Hendin var á sífeldri hreifingu fram og aftur um ábreiðuna, eins og hún væri að leita einlivers, sem hún ekki fyndi. Haraldur stóð fram við dyrnar. Prest- urinn gekk að rekkju sjúklingsins, heygði sig niður að lienni og hvislaði einliverju í eyra liennar. »Hvar? Hvar er hann? Haraldur livar ertu, barnið mitt ? Sjómaðurinn hrökk við; mamma, mamma ! stundi liann upp. »Já, barn, já; komdu nær, drengur- inn minn, komdu til mín. (), hversu glöð er eg ekki, af því að eg hefi fundið þig aftur! Eg er þreytt núna, eins og eg hefi altaf verið, síðan þú fórst frá mér; en nú fann eg sérstaklega, að lífs- kraftar mínir óðum þverruðu; eg vissi að þú varst liér og því kom eg hingað. Eg heíi skrifað mörg bréf, áður en eg komst að þvi, hvar þú varst, en þú hefir víst ekki fengið þau, eða livað ? Haraldur, eg mátti til að sjá þig, áður en eg dey, það var alt svo autl og tóm- legl heima fyrir, eftir að þú fórst. Eg' vonaði og vonaði eftir bréfi frá þér eða þá eftir þér sjálfum, en hverl árið

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.