Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1908, Blaðsíða 1

Æskan - 01.07.1908, Blaðsíða 1
ÆSKAN B^RNABL^D ME» MYNDUM XI. árg. Eignarrétt heflr: St.-Slúka íslands [I.O.G.T.] Rvík. Júli 1908. Útgefaiuli: Guðm. Gamalielsson. 13—I4.tbl. Tígrisinn. Engin ctyrategund jarðar er mann- inúm jafn-skæð og tigrisinn, nema ef vera skyldi höggormarnir. Og verða menn árlega í heitu löndunum tígr- isum að bráð svo tugum þúsunda skiftir. Því hafa og stjórnir í sumum þeim löndum lagt ærnar upphæðir til höfuðs þeim; og hefir það hvatt djarfa veiðimenn til að veiða þá. En mjög er það þó hættulegt verk. Og má hver maður jafnan við búast að koma ekki heill aftur úr slikum leiðangri. — Ýms- ar aðferðir eru við hafðar tígrisaveiði. Það hjálpar oft á tígrisaveíðum hvað þau dýr eru hrædd við eld. Er það því einkum oft ráð veiðimannanna að skjóta púðurkellingum á þau fyrst til að hræða þau, og fyllast þau þá felmtri; verður þá hægra að koma skotum á þau. Oft ráðast þau þó með heift á mótstöðumennina þegar þau verða eldsins vör; og verður hann þá að eins til þess að drifa þau fram úr fylgsnunum. Stundum f'ara menn á tígrisveiðar riðandi á fílum, og skjóta ofan af þeim niður a tígrisd5rrin. Ekki er sú aðferð þó hættulaus fremur en aðrar; því fyrir kemur þráfaldlega að tígrisinn kemst upp á bakið á fílnum áður en hann hefir fengið banasárið; og getur hann þá eðlilega orðið veiðimönnun- um skeinuhættur. Og koma mannföll þráfaldlega fyrir i þeim svaðilförum. Stöku sinnum veiða menn tigrisa í veiðigrytjum. Eru það gríðar djúpar gryfjur 10—20 álnir á dýpt, viðastar neðst, en þrengstar efst. Yflr þessar gryfjur eru lagðar bambusviðar-stangir og lauf ofan á. Þegar svo tigrisinn reikar um skóginn á nóttunni getur hann borið að einhverri aí þessum gryijum, sem grafuar eru á stöku stað til og frá um skógana þar sem tígris- arnir halda sig. Þegar hann svo stígur með öllum þunga a laufið, dettur hann hér um bil alt af niður í. Og sveltur hann þar }ruiist til bana, eða hann finst þar og verður skotinn. Ljóneru og mjög oft veidd á þennan hátt og verður aðferðinrii ekki eins vel komið við tigrisdj'rin af því þau eru varkár- ari, — þótt all-oft takist það. Einna öruggasta aðferð við tígrisaveiðar er sú, að gera dýrabúr nokkuð stórt úr bambusviðar-stöngum; og verður slíkt búr einna áþekkast heymeis, sem reist- ur upp á endann. Þetta búreríluttút í skóg, og því næst settur inn i það maður vopnaður með spjóli. Að þvi

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.