Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1908, Blaðsíða 2

Æskan - 01.07.1908, Blaðsíða 2
50 Æ S K A N búnu tekur maður þessi að æpa og skrækja og láta öllum illum látum; og bregzt það þá varla að innan stundar koma tígrisar einn eða íleiri í ljós; því þeir heyra allra dýra bezt. Þeir ráð- ast nú að búrinu þegar þeirsjámann- inn, og reyna að rífa sundur bumus- arstengurnar. En meðan þeir eru að því, getur maðurinn komið sér fyrir með spjótinu og sært dýrið eða dýrin. Til tryggingar er spjótsoddurinn oft eitraður; og líður þá sjaldan langtunz það fellur óvigt. í Indlöndum eru tígrisaveiðar mest tíðkaðar; og þykir þar hið mesla kall- menskumerki að fella trígrisdýr að velli. Verður þaó til þess, að jafnvel æðstu höfðingjar leggja stundum sjálfir á tígrisaveiðar; og hafa þeir þá að jafn- aði viðhafnar-útbúning mikinn, oft fjölda af fílum með skotmönnum á og lieilan sæg af veiðihundum, sem eiga að hanga á tígrisnum til að stöðva hann meðan verið er að koma á hann skoti; enn fremur hornablástursmenn og trumbuleikara til þess að tælatígr- isinn fram. Sjálfir silja höfðingjarnir á úlfalda eða fíl; og er hylst svo til að þeir geti komið bana-skotinu á tígrisinn. Stundum haía höfðingjarnir uppáhaldskonur sínar með sér akandi í lokuðum vögnum; og skemta þær sér við að horfa á veiðina. — Einmitt þannig var hagað hinni miklu tigrisa- veiði, sem landshöfðinginn í Oude á Indlandi hélt fyrir nokkrum árum síðan. Hann hafði með sérallan urm- ul af alskonar tömdum veiðid^'rum, svo sem: veiðihundum, tömdum par- dusdýrum, sem notuð voru til veiða, fálkum, víg-hönum o. s. frv. Enn frem- ur hafði hann á þriðja hundrað í'íla, og sat á þeim allur fjöldi af skotmönn- um. Bumbusláttarmenn og hornaleik- arar voru og fjölda margir með í för- inni, sömuleiðis konur úr kvennabúri landshöfðingjans, söngkonur, leikarar o. s. írv. Þegar fyrsla tígrissins varð vart, var fyrst sigað á hann hundun- um, og hinum tömdu pardusdýrum slept lausum til að kljást við hann. En þegar fílarnir nálguðust, reif hann sig lausan, og tók sig í einu stökki upp á bak eins fílsins lil þess að ná í mennina. En fillinn hristi skrokkinn voðalega, svo að bæði féll niður tígr- isinn og allir skotmennirnir, sem á sátu; og héldu allir að nú væri úti um þá. En til allrar lukku tókst hundunum og pardusdýrunum að vefj- ast svo fyrir tígrisnum, að honum tókst ekki að bana mönnunum. Umkringdu filarnir hann nú og, svo að komið varð á hann skotum. Að síðustu íell hann fyrir skoti landshöfðingjans sjálfs. - - Þegar þessi tígris var að velli lagður hélt veiðiíörin áfram lengra norður um slétturnar og skógana; og var a þann hátt fjölda tígrisa banað í íörinni. Illa tekst að temja tígrisdýr, og als ekki nema þau séu tekin smá-ungar, enda veiða þau og aldrei tamin eins vel og önnur villidýr, t. a. m. ljón; til þess eru þau oí ótrygg. Þó eru þess dæmi, að lígrisar hafa verið tamdir, og

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.