Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1908, Blaðsíða 4

Æskan - 01.07.1908, Blaðsíða 4
52 Æ S K A N eg gat ekki biðið lengur, — þú veizt, hve lengi eg er búinn að bíða, og þá rann eg og datt. Það sem eftir er hefir þú víst heyrt; að vagninn rann yfir fæt- urnar á mér, en það er ekki neitt sárt. Droltinn hefir viljað að mínum gangi væri nú lokið hér í heimi, fyrst eg var búinn að finna drenginn minn aftur. »Ó, mamma min!« »Já, barnið mitt; veiztu nú af hverju eg eiginlega kom hingað? Auðvitað til þess að sjá þig aftur; en eg kom líka til þess að spyrja þig, hvort þú hcfðir fundið frelsara þinn, Jesúm Krist. Já, grát þú ekki, barnið milt; eg veit að þú munir hafa fundið hann, en þá vil eg leggja þér eitt á hjarta; umfram alla hluti, týndu honum ekki aftur; þú mált ekki fara frá honum, eins og þú fórst frá mér, henni móður þinni gómlu, því annan eins vin og Jesú, fær þú aldrei; svo er líka að síðustu eina langíerð að fara, eins og þú veizl, Haraldur, og í þeirri ferð verður maður að hafa hann með sér; annars kemst maður ekki leið- ar sinnar þangað sem ferðinni er heitið. Eg hefi talað við hann um þig nælurn- ar löngu, og lof sé góðum Guði fyrir það að þú hefir fundið hann«. »Nei, mamma, nei, eg þekki hann ekki!« stundi sjómaðurinn upp. — Þú verður að biðja fyrir mér enn, og þér lika, prestur; heyrið þér það í Guðs nafni biðjið fyrir mér, því eg hefi farið frá honum!« »Barnið mitt góða, hefir þú gleymt honum, honum sem hefir ferðast á eftir þér til þessa dags. Manstu ekki eftir, þegar þú varst lítill, Haraldur, þegar faðir þinn var dáinn og við vorum ein eftir, hin löngu kvöld. Þá lásum við um hann, sem leið og dó fyrir oss og situr Guði til hægri handar; lásum um hvernig hann bendir oss, með sorg og gleði, hvert vér skulum halda.« »Jú, mamma, en eg heíi gleymt því aftur«. »Læknirinn hefir sagt að eg ætti 4 kl.stundir eftir ólifaðar. Haraldur! þú ætlar ekki alt af að vera langt frá mér? Haraldur, vegirnir eru tveir og ólík takmörkin. Þú ætlar ekki að láta mig fara héðan án vonar um að fá að sjá þig aftur, þar uppi, sem ljósin blika og birtan skin, þar sem Drottinn vor og frelsari Jesús Kristur býr«. »Nei, mamma, nei, en þú mált ekki deyja núna; ó, þú veizt ekki, hversu vondur eg er — aldrei heli eg hafl meiri þörf á þér en nú«. »Nei, Haraldur, þú þarft mín ekki við, því nú er það eg, sem yrði hjálpar þurfi; en þú hefir þörf á hjálp hans, sem hjálpar öllum, sem knýja á náðar- dyr hans«. Ofurlítil stund leið og sonurinn lá, sem áður, á knjánum við rekkjunameð sárum ekka. — »Barnið mitt, dauðinn nálgast og brátt fer eg heim; þar vil eg bíða og biðja fyrir þér, en Haraldur, góði Harri, láttu mig ekki bíða árang- urslaust!« »Mamma, segðu mér, að þú haíir fyrirgefið mér alla þá sorg — alla þá sorg, sem eg hefi bakað þér, áður en þú deyrð?«

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.