Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1908, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1908, Blaðsíða 7
Æ S K A N »Fyrst svo er, þá gef eg þér tóbakið«. »Það er ágætt, nú er málið unnið«. Samstundis kom tollþjónninn og skip- stjórinn úpp á þiljur og var skipstjóri all-reiðulegur í bragði. »Hver befir valdið smán þeirri, sem fallið heíir á skipshöfn Arora?« Allir þögðu. »Hver á þetta lollsvikna tóbak?« spurði hann ennfremur og brýndi traustina. »Það e.r eg«, mælli Edvard. »Þú? Það hefði mér aldrei til hugar komið«. Edvard tók það sárt, að sjá, hvað skipstjórinn varð bryggur út af þessum líðindum. En hann hélt niðri í sér grátstafuum og þagði. »Hvaðan tókstu tóbakið út í skipið«, spurði skipsfjóri ennfremur. »Spyrjið mig ekki meira um það að sinni, skipstjóri! eg get að eins viður- kenl, að tóbakið er mín eigin eign«. Stýriinaður var náfölur og skipsljóri horfði fast á hann: það leit út fyrir, að hann grunaði, hvernig í öllu lægi. En áður en hann gæti gert frekari gangskör að þessu, þá höfðu tollþjónarnir Edvard á burt með sér til lögreglunnar. Rannsókn málsins stóð ekki lengi, og Edvard var dæmdur til þriggja mánaða fangelsis og talinn óhæfur til þjónustu framar á ensku kaupskipi. En æðri réttur átti að staðfesla dóm- inn, og fékk Edvard svo tækifæri á mcðan til þess að kveðja félaga sína á Cumberland. Stýrimaður hljóp upp á þiljur til móls við hann, niðurdreginn af ótla, iðrun og blygðun: »Hvernig fór það?« spurði hann hásum rómi. »Þriggja mánaða fangelskc, svaraði Ed- vard. Stýrimaður hrökk við og brá höndum fyrir andlit sér. »Ó, eg er hrakniennk, sagði hann og stundi við, »eg hefi verið ósvííinn við þig, pínt þig og hatað þig, sem ertbezt- ur okkar allra; og þrátt fyrir alt heíir þú samt sem áður gert það fyrir mig, sem enginn annar vildi gera. Ó, segðu mér, hvers vegna getur þú það? Hvers vegna?« »Eg er kristinn«, mælti Edvard, »og vil þvi leitast við að elska óvini mína, þó að það veitist ekki létt. Þetla heíi eg þó ekki að þessu sinni gert yðar vegna, heldur vegna saklausu barnanna yðar; hér eru engir mér skyldir, sem þurfa að blygðast sín mínvegna. Móðir mín, sem heima er, skilur mig og fyrir- gefur mér«. Stýrimaður tók innilega í hönd hon- um, og mælti með tárin í augunum: »Guð blessi þig! Verði eg að betri manni eflir þetta, þá er það þér að þakka«. »Við verðum þá ekki vinir upp frá þessu?« spurði Edvard. »Jú, í hfi og dauða«, svaraði stýri- maður innilega; »svo get eg sagt þér annað; eg hefi sagt skipsfjóranum frá öllu saman; hann er í miklu áliti hjá valdsmönnunum og er nú hjá þeim; ef til vill rætist betur úr þessu, cn vér þorum að vænta«. í sömu svifum kom skipstjóri inn í farrúmið og tók hjarlanlcga í hönd Ed-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.