Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 2

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 2
58 ÆSKAN hvað fólk eigi við, er það hefir orðið um hönd. Eg verð þá fyrst að segja þér, að mér þykir engum undrum sæta, þótt þú ekki skiljir það ætíð. Það heyrist svo oft, og mörgum er það orðið svo tamt, að þeir segja það alveg um- hugsunarlaust. En nú er þetta svo gull- fallegt orð, að illa fer, ef það verður innihaldslaust, ef það verður orð sem menn þönglast á út í bláinn. Þú veizt að það eru til ýmsir fuglar, sem geta lært ýms orð og setningar, sem þeir segja í sífellu, en hafa ekki hugmynd um, hvað þeir eru að fara með. Þetta má kenna páfagaukum, sem þú víst aldrei hefir séð, og hröfnum, sem nóg er til af til sjáfar og sveita. En þeim viljum við helzt ekki líkjast. Því öll orð í mannamáli tákna eitthvað ákveðið, og það eigum við að hafa í huga, er við tölum orðin. — Hvað kemur oss þá í huga, er vér nefnum ættjarðarástina? Hvað kemur í huga þinn er þú heyrir eða nefnir orðið móðurást? Þá kemur í huga þér mynd af móður þinni og þér hlýnar um hjartaræturnar. Þú finn- ur að þér þykir ógn vænt um hana og þú manst alt í einu eftir því, hversu hún á það skilið, og þig langar til að gera eitthvað fyrir hana, gera henni eitthvað til geðs, og vera henni til sóma, og ekki þolir þú að henni sé niðrað. Sérlu staddur í sveinahóp, er hún geng- ur fram hjá, og þú heyrir einhvern drengjanna segja: »Hvaða kerlingar- hrota gengur þarna?« Þá þýtur blóðið upp í vangana þína og hnefarnir krepp- ast ósjálfrátt. Slíkt hugarþel hafa góðir drengir til mömmu sinnar. Sé þér nú Ijóst hvað »móðurást« þýðir, kemur eitt- hvað af þessu fram í huga þinn og til- finningu, er þú heyrir orðið eða segir það sjálfur. Líkt er um ættjarðarástina. En nú verður þú að taka vel eí'tir einu, það er dálítill mismunur á inni- baldi þessara tveggja orða. Þegar þú segir: »móðurást<í, þá er fólgið í þvi, hvað mömmu þinni þykir vænt um þig og hvað hún hefir gert fyrir þig, en frá því stafar aftur að þér getur ekki annað en þótt vænt um hana,. Nú er aftur því svo varið með œtijarðar ástina, að hún bendir sérstaklega á, hve þér þykir vænt um ættjörð þína, og hvað þig langar til að gera fyrir hana. Enefþú ert nú góður drengur, og það held eg að þú sért, þá vakna líkar eða sams- konar tilfinningar hjá þér og þær, er komu fram er þú nefndir móðurást. Þú finnur einhverja hlýju leggja um þig, og þig fer að gruna, að þú eigir ælt- jörðunni mjög mikið gott upp að unna, og sækir þá á þig löngun, að gera eitt- hvað fyrir hana og verða henni til sæmdar; og reiður bregstu við, efhenni er hnjóðað. Nú skulum við líta á ættjarðarástina. Ef hún er sönn hjá þér, þá lætur þú þér ekki nægja með að tala um hana. Það er minst um vert, enda er það lélt verk og löðurmannlegt. Hrafnar og páfagaukar geta það líka. Þeir geta lært að stagast á orðinu »ættjarðarást! ættjarðarástcc, en ekkert skyu háfa þeir á því, hvað það þýðir. Ekki viltu líkj- ast þeim.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.