Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 3

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 3
ÆSKAN 59 En þá kemur ])að, að orðunum verð- ur að fijlgja tilfinning. Þú finnur til, verður var við hlýjaí og góðar hugar- hræringar. Þá vaknar hjá þér gleði yfir ættjörð þinni. Þú sérð hana sem fagra hugsjón. Tignarleg rís hún upp fyrir augum þinum, með fjöllum og jöklum, og grænum grundum, og grónum iilíð- um, ám og elfum o. s. framv.; þú finn- ur til þessarar fegurðar, og finnst mikið til hennar koma. Eg sé og veit að skógarnir og akrarnir í Danmörk eru prýðisfallegir, en eg liefi aldrei fundið lil þess, en þegar eg var drengurá þín- um aldri man eg eftir því, að fjallafeg- urðin á norðurlandi gagntók mig með einhverri unaðslegri hlýju. En nú á saman landið og þjóðin, sem hýr og búið hefir í landinu. Þú ert einn liður í þessari þjóð, og ef þú finnur til ælt- jarðarástarinnar, þá er það líka af því að allar minningarnar standa á bak við; því betur sem þú þekkir sögu þjóðar þinnar þess meiri velvildarhita ber þú í hrjósli þínu til hennar. Þú sér þá heil- ar raðir al’ kynslóðum koma fram frá þeirri stundu, er »komu feðurnir frægu og frjálsræðislietjurnar góðu austan um hyldýpishaf hingað í sælunnar reit«, og svo hverja af annari alt til þessarar stundar, er þú nú ert uppi. Og þér verður hlýtt í brjósti ýmist af gleði eða sorg, er þú minnist, hversu þessar kyn- slóðir liafa slarfað og strítt, lifað og lið- ið, ýmist i sæmd og sæld, eða í niður- læging og neyð. En hver og ein kyn- slóð hefir lagt sinn skerf til lífs þíns. Hver kynslóð naut móðurástar hinnar undanfarandi kynslóðar, og lærði svo að elska þá, sem næst kom á eftir, og svo koll af kolli, þangað til mamma þín tók þig i faðm sinn og elskaði þig. — Þetta er eins og árstraumur, sem flæðir í gegn- um líf þjóðarinnar og gjörir hana að einni heild. — En eftir þeirri kynslóð, sem þú telst til, kemur önnur ný með sama lífsstrauminum í sér og þess vegna lítur ekki ættjarðar-ástin einasta aftur í tímann og lilýnar við minningu fornra tíða, heldur lítur liún og fram á leið til þess, er koma mun. Það verðurlíka inniliald ættjarðarástarinnar. Og von- in um blómgun og golt gengi og mikl- ar framfarir er líka einn þátturinn í ættjarðar-ástinni. Þetta er nú alt suman gott; nú vit- um við að ættjarðar-ástin er ekld að eins orðin tóm, heldur og djúpsett til- finning frjóvguð af minningum og vermd af framtíðarvonum. En nú kemur þraut- in þyngst og það sem bezt þarf að læra. Kæmi nú ætljarðar-áslin ekki fram i öðru, þá væri hún lítils nýt. En nú segjum við: Sé ættjarðarástin okkar sönn, þá kemur hún fram ekki aðeinsí orðum og tilfinningum, heldur og í verki. Það verður nú að sýna sig, hvort við eigum nokkra ættjarðarást að gagni, í því, sem vér viljum gjöra og leggja i sölurnar fgrir œttjörðina. Nú heyrist mér þú segja: »Já, þeg- ar eg er orðinn stór skal eg gera margt og mikið fyrir ættjörðina!« Þegar þú ert orðinn stór, ætlarðu að geyma ])að þangað til? Ef þú gerir það, þá máttu heldur ekki lala um ættjarðarástina

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.