Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 4

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 4
60 ÆSKAN þangað til. »Já«, segir þú, »nú get eg talað, en livað ætli eg geli gert fyrir land og lýð, drengur á 14. ári!« Nú skulum við líta á það. Ef við ættum altaf að gera einhver þrekvirki eða leysa einhverja þunga þraut af hendi, til þess að s^'na kærleika vorn eða ást, þá værum við ekki vel staddir. Það eru fáir kallaðir til að framkvæma stórvirkin, en við smámenn- in, eg og þú, getum þó sýnt merki þess að við unnum líka æltjörðu vorri. Við gelum sýnt það í smámunum; þeir geta hka verið nóg hreystiverk fyrir okkur. Pað var einu sinni ítalskur drengur, sem hafði farið með föður sínum til Spánar í atvinnuleit, en þar dó faðir hans frá honum, og fékk svo pilturinn far með skipi einu, er ætlaði til ítalíu. Á skip- inu voru margir franskir og enskir far- þegar, og hentu þeir mjög gaman að hnyttilyrðum þessa greinda drengs. Síð- an skutu þeir saman og gáfu honum heila hrúgu af koparpeningum. Síðan fóru þeir að spila, en drengurinn lagði sig upp í rúmið og taldi aftur og aftur fjársjóðinn. Aldrei hafði hann haft svo mikið fé handa milli, og velti því fram og aftur fyrir sér, hvað hann skyldi nú kaupa fyrir peningana, er heim kæmi. Oft hafði honum leikið hugur á hatti, en aldrei átt, svo hann fastréð með sér að kaupa sér laglegan hatt á höfuðið og svo fleiri muni. En meðan hann er að hugsa um þetta, þá tekur hann alt í einu eftir þvi, að ferðamennirnir eru að tala um ítalíu, og úthúða þeir ítölsku þjóðinni á allar lundir, og hrakyrða menn hennar. Þeir tóku ekkert eflir drengnum, fyr en einn ferðamanna fær stóreflis koparhlunk í hausinn; verður þeim þá litið upp, farþegum, og sjá þeir þá að drengurinn horíir á þá ofan úr efra rúmi og er heldur en ekki funi í augum hans; lætur hann nú alla kop- arskildingana dynja á þá, þar til enginn var eftir. Sagði hann þá: Engar vil eg þiggja gjaíir af mönnum, er smána æltjörð mína«. Dngðu síðan engin kjassmæli af þeirra liálfu; drengurinn sneri sér upp í liorn og mælti ekki síð- an orð frá munni, þar til er til lands var komið. Þelta var ættjarðar-ást, sem kom fram i því, að fórna heiðri ætl- jarðarinnar þeim skildingum, sem hann hefði sjálfur getað haft svo mikið gagn af. — Drengur sem gengur í harnaskóla gelur sýnt ættjarðarást í verki. Við skulum hugsa okkur dreng, sem hefir verið latur að læra. Eitt sinn verður honum Ijóst, að honum þykir vænt um ættjörð sína. Hvað get eg nú gert fyrir hana? spyr hann. Hann tekur þá í sig, að vinna henni gagn með því, að Iæra alt vel, sem hann á að læra. Hann verður iðinn og áslundunarsamur og beitir slundum hörðu við sig til þess að vera það. Hann sá að þetla var hið einasta, sem hann gat gert fyrir ættjörð sína. — Sjálísagt verður þessi iðni hans ættjörðunni til góðs seinna meir, og þegar í stað er það gott fyrir hana, því það er heiður og sómi hvers lands að að eiga marga námfúsa og duglega drengi. Ekkert verk er svo lítilsvirði, að eigi

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.