Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 5

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 5
ÆSKAN 61 verði það ælljörðunni til góðs, ef það er unnið vel og með trúmensku. Já, börnin kær, nú þegar getið þið byrjað á að auðsýna ættjörðu ykkar rækt og kærleika ykkar í verki, með því að gera ykknr far um að vanda ykkur í öllu, og taka framförum í öllu góðu. IDá munuð þið verða henni til heilla og heiðurs strax á unga aldri. Nú vil eg óska þess, að öll íslenzk börn vildu hugsa um þetta og breyta eflir því. Ekki í orði heldur í verki á liún að koma fram, æltjarðarástin. Heill sé hverjum, sem nýtir bendingar þessar. Fr. Fr. Flóttinn til Vesturheims. Eftir Chv. Winler). (Lauslega þýtt). Þá var eglítill meö ljósa brá Og lék mér og gekk i skóla, Var' hreykinn og þóttist heldur stór En hlakkaði samt cnn til jóla. Þá var eg ckki svo vænn sem nú Og vildi mér sjátfum ráöa; Mitt blóð var heitt og bráð mín lund, Það hrann í mér þor til dáða. Um síðdag einn eg úti var, Var ekki í skapi góðu. Eg hnefana kreppti og hjarlaö svall A hvörmum tárin glóðu. í skólanum hafði' eg hlotið »núll« Það harl í'annst mér við að una, Og Mamma varð ill, því crinin min var eitthvað löskuð til muna. Hún Sigga, stelpan í brauða búð, Hún brosti og nefndi mig »anga« Hún lostætri kringlu mér lofaði fyr, Nú laumaði' hún henni að Manga. »Nei, þetfa fór mcð það, það scgi eg salt, Mér svíður og skal það launa«, Svo hugsaði eg, — »eg herði mig upp, Og hefni svo þessara rauna«. Til Vesturheims tlýja skal nú skjótt Þá skiftir um heimabraginn, Og jafngott er, þótt þess verði vart, Að vanli hann Pétur i hæinn«. Og Bjössa litla, bróður, þá Svo brá að hann sleppti leggnumj Hann hugsandi stóð og horfði á mig Og hallaði sér upp að veggnum. »,Tá, heyrðu nú, Bjössi, þú býst af stað, Sem bræður við höldum saman; Hér finst mér ei lengur vera vært, Þar verður sífclt gaman«. Hann leit á skóna sína, og svo Hann sagði með brosi hlýju: »Hve langt er það héðan og heldur þú Að haldi skórnir nýju?« »Já, býsna löng er sú bæjarleið, Og bát er oss þörf að hafa, Því miklu lengri er sjóferð sú En suður í Vík til hans afa. En ef við komumst alla leið, Úr öllum við leysumst vanda.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.