Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 7

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 7
Æ S K A N 63 Faðirinn unni mjög syni sínum og var honum mjög góður og eftirlátsamur, eftirlátsamur í öllu, nema því er skólann snerti. í því var hann strangur mjög og krafðist mikils af drengnum; ætlaðist hann til þess að pilturinn stundaði svo lærdóm sinn, að hann brátt yrði fær um að komast að einhverju sjálfstæðu starfl, sem að liði mætti verða og hjálp föðurnum. Varð því drengurinn að leggja liart á sig við lesturinn og þólt hann væri mjög iðinn, var þó faðir hans stöðugt að lierða meir og meir að hon- um að lesa og læra. Faðir hans var farinn töluvert að reskjast, og orðinn þreyttur af of miklu erfiði. Eingu að síður tók hann ýmislegt að sér af auka- störfum og lagði á sig vökur, til þess að geta unnið fyrir sér og sínum. Sat hann oft og tíðum við skrifborð sitt fram að lágnætli. Skömmu áður en saga þessi gerðist, hafði hann tekið að sér það starf fyrir bókaútgáfuverzlun eina, að skrifa utanáskriftir viðskiftavina verzlunarinnar; þurfti hún mikils við, því vikulega varð að senda út feikn af blöðum og bókum. Hann fékk 3 krónur fyrir 500 slíkar áskriftir, sem skrifast áttu með stóru og greinilegu letri. En starf þetta ollihonum þreytu, og kvartaði hann oft sáran yflr því, er hann sat að miðdagsverði. »Augu mín eru að verða döpur, þessi næturvinna fer með mig«. Einu sinni sagði drengurinn við föður sinn: »Pabbi minn, láttu mig skrifa fyrir þig; Pú veitst að eg skrifa alveg eins og þú«. En faðir hans sagði: »Nci, nei, þú verður að ástunda lestur þinn. Skólinn er miklu meir áríðandi en utan- ásleriftirnar mínar. Jeg gæti ekki al' mér fengið að taka þig frá lestrinum. þú mátt ekki framar minnast á það«. Drengurinn sá að ekki mundi hlýða að orða þelta frekar, en hann langaði svo mjög til þess að hjálpa föður sínum. Hugsaði hann nú málið, og fann ráð, er hann hugði að duga mundi. Hann vissi að faðir hans var vanur að liætta ritstarfl sínu kl. 12 á lágnætti, og fara síðan inn í svefnherbergið til að sol'a; en sjálfur svaf Giulio*), svo liét drengur- inn, í dálitlum klefa við liliðina á svefn- herbergi foreldranna. Svo eina nólt lá liann í rúmi sínu og hélt sér vakandi, þangað lil hann lieyrði að faðir hans kom upp og liáttaði; klæddist hann þá liljóðlega og læddist á tánum niður stig- ann og inn á vinnustofu föður síns. Kveikti hann nú Ijós og seltist við skrif- borðið. Þar láu lislar yfir nöfn áskrif- enda og viðskiftavina, og tveir lilaðar af hvítum pappírsræmum; voru ræm- urnar í öðrum þeirra áritaðar, en ekki í liinum. Drengurinn tók nú til starfa og slældi hönd föður síns sem mest hann mátti; var lionum það hægðar- leikur, því faðir hans hafði sjálfur lcent honurn að skrifa. Skrifaði hann nú á- kaft og lók árilaði hlaðinn að að hækka smámsaman. í íýrstu var liann ofurlítið smeikur, og smámsaman lagði liann pennann frá sér til þess að hlusta; en alt var lcyrt og þögult, og nuggaði hann þá saman höndunum af ánægju, og tók aftur

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.