Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 8

Æskan - 01.08.1908, Blaðsíða 8
64 ÆSKAN til slarfa á nýjan leik. Hann taldi ræmurnar og er hann var búinn með 167 utanáskriftir lagði hann frá sér pennann á sama stað, þar sem hann lá áður, og sagði: »Eina krónul« slökti hann síðan ljósið og fór upp að sofa. Daginn eftir, er fjölskyldan sat að middagsverði, var faðirinn í mjög góðu skapi; hann hafði ekki orðið var við neitt. Hann var orðinn svo vanur við að skrifa hina sömu nafnaröð aftur og aftur, að hann gat haft hugann á allt öðru. Hann var heldur aldrei vanur að telja ræmurnar á kvöldin, er hann hætti, þannig gat honum dulist þetta. Hann klappaði glaður í bragði syni sín- um á öxlina og sagði: Giulio, eg er alls ekki orðinn svo ónytur ennþá; á tveimur tímum í gærkveldi hef eg skrifað þriðj- ungi meira en eg er vanur. Höndin er enn þá ekki orðin svo óslyrk, og augun duga víst um hríð«. Og Giulio hugsaði með sér: Elsku pabbi, fyrir utan á- góðann af starfi mínu, fær hann einnig nýja gleði, og yngist upp í hugal«. Þar sem þetta hepnaðist svo vel, varð drengurinn djarfari, og fór aftur á fætur næstu nótt eftir lágnætti og tók að skrifa. Fór það á sömu leið og fyr, að enginn varð var við það; hélt hann svo fram uppleknum hætli nótt eftir nótt. Föður hans grunaði ekkert. Eitt sinn sagði hann þó undir borðum að kveldverði: »Mér þykir kynjum sæta, hve mikilli steinolíu hefur verið^eylt hjerna í húsinu um tíma!« Giulio hrökk við og roðnaði, en svo var e.kki talað meira um þetta, og næturskriftunum hélt áfram. Áfrh. Ath. *) Giulio er l'ramborið Djúlio og er sama nafnið og Júlíus. €röf ug-lyiicli. Einu sinni fóru um 20 manns á bát yfir breiða á í Rúslandi. Á miðju íljól- inu skall straumfallið þannig á bátnum, að honum hvolfdi og allir duttu í ána. Einn af þeim 20 náði eftir mikla erf- iðismuni í bátinn. Það var ungur bóndason Vincenz Krzepinskij að nafni, sterkur og gjörvilegur maður. Hann var syndur vel. I skyndi snar- aði hann sér úr fötunum og stökk út aftur lil þess að bjarga hinum. Náði hann í einn og eirin og fékk þannig borgið 17, sem að öðrum kosti mundu hafa druknað. íbúum bæjarins, þar sem slysið vildi til, fanst svo mikið til dáðaverks þessa, að þeir þegar í stað á bakkanum skutu fé saman handa björgunarmanninum, sem hafði mist öll föt sín í bátnum. En hann vildi ekki þiggja þær 300 Rublur, sem safnast höfðu, heldur stakk hann upp á því, að féð gengi til aðslandenda þeirra, er hann hafði eigi gelað bjargað. Aðeins þá hann nauð synlcgustu ílíkur, til þess að komast heim lil sín. Pi-entsmiðian Guleiiberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.