Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1908, Blaðsíða 3

Æskan - 01.09.1908, Blaðsíða 3
Æ S K A N 67 Nýgræðing draga Drösnll má naga. Siðan heim gengur. Sveinar þar standa, Hæverskur drengur ()g heilsar að vanda. Sér hann þar smala, Saman þeir tala; Grænum á bala Er gott að hjala. Snjalt nú við kveður, Klukkurnar hringja, Drengi það gleður, (iott er að syngja. Helgar á tíðir Hlusta nú lýðir, Sveinarnir fríðir ()g svannar blíðir. Situr hann hljóðnr Og heíir í minni, Að drottinn vor góður Og guð er þar inni; Kyrðin inn læðist, Lifs-spekin fæðist, Hugsjónin glæðist, Hugurinn fræðisl. Hætt er að syngja, Selið ei lengur, Farið að hringja, Fólkið út gengur. Glaðir i anda Góðvinir standa, Orðræðum blanda Um búskapar vanda, Að gestnm er bugað, Því gleði það veitir, Að hestum er hugað, Og heim búast sveitir; Sumarsins blíða Sveit gteður fríða, Til sunnudags tíða Er sælt að ríða. Rómyerj ar. 7. Gajus Marcius Coriolanus. Um þær mundir er deilur þær hinar miklu, er getið er um áður, voru með höfðingjum og' alþýðuflokknum, fædd- ist upp i Rómaborg maður sá, er hét Gajus Marcius. Á unga aldri liafði hann mist föður sinn og ólst upp með móður sinni. Hann þótti snemma af- bragð ungra manna. Hann gekk ung- ur að aldri i heiþjónustu og gat sér allmikla frægð fyrir sakir fræknleika sins og áræðis. Aldrei var hann svo í nokkrum bardaga að honum hlotn- aðist eigi sætnd og heiðurslaun. Ilon- um þótti og mestu skipta, að móður sinni mætti sem bezl líka. Mat hann dóm hennar meir en annara og jtólli þá sin sæmd mest orðin, er hún fengi að heyra orðstír hans góðan og lyki lofsorði á þær sæmdargjaíir, er honum hlotnuðust. Þá er hann sjálfur hafði fengið her lil umráða, og vcrið sendur móti Yolsk-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.