Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1908, Blaðsíða 4

Æskan - 01.09.1908, Blaðsíða 4
68 Æ S K A N um, er bjuggu i Latium sunnarlega og voru nágrannar Rómverja, þá vann liann horg þá, er Corioli hét; af því fékk hann kenningarnafn og var kall- aður Coriolanus síðan. Eítt sinn er hann kom sigri hrós- andi heim ur hernaði, Ijauð ræðis- maður honum að hann skyldi eignast af herfangi óskiptu marga góða gripi, og þar að auki hundrað dagplægi lands, hundrað úrvalin naut og al' silfri svo mikið, sem hann mætti valda i einni hyrði. Sömuleiðis mátti hann og velja sér tíu fanga, þá er honum litust beztir og jafnmörg hross með öllum týgjum. En af öllu þessu þá hann að eins líf og frelsi til handa einum herteknum manni, er var gestvinur hans, og hesl þann, sem þessi frelsingi hans hafði riðið, og gaf lionum hestinn. I’ótti það drengskaparbragð mikið, og varð hann vinsæll af þessu. En skjótt skipast veður i lofti, því brátt urðu allir honum fráhverfir. Svo var því máli varið, að kornekla var mikil um þær mundir, er Coriolanus var kominn til hinna æðslu valda. Lýðurinn var óeirðagjarn og hafði litla stöðvun i að rækta akra sina. Þótti Coriolanusi mikið mein að þvi, og lagði til, að korn það, er komið hafði frá Sikiley væri selt almúganum háu verði. Ifugði hann að alþýða mundi þá meir hneigjast að akuryrkju og venjast af npphlaupum og óróa. En af þessu æstu alþýðustjórarnir lýðinn upp á móti honum, og var þá gerður svo mikil samþuslur og ófriður gegn hon- um, að hann mundi hafa týnt fé og fjöri, ef hann hefði eigi forðað sér ó- maklegum dauða og stokkið úr l)org- inni. Hann ílýði þá á náðir fornra ljandmanna sinna, Volskanna. Þeim var af eigin raun kunnugt um hreysti hans og herkænsku, er þeir svo oft höfðu átt um sárt að binda af hans völdum, og tóku því við honum feg- ins hendi. Hann var þar brátt hafinn lil æðstu valda meðal óvinanna, en talinn heima vargur í véum. Þrútu- aði honum þá svo móður til Róm- verja að Volskum tókst að telja hann á að gjörast fyrirliði fyrir her þeim, er þeir bjuggu út á hendur Rómverj- um. En nú þóllust þeir öruggir um sigur, er þeir hötðu styrk hins mesta manns, sem lært hafði öll hernaðar- lirögð Rómverjanna. Hanh hélt svo liðinu inn í lönd ætt- borgar sinnar og lók hverja líorgina á fætur annar. Varð honum nú ekk- ert viðnám veitt, unz hann setli her- búðir sinar eigi lengra frá Rómaborg en svara mundi til einnar milu. Rómverjar sáu þá sitt óvænna og voru gerðir menn á fund hans lil sálla- leitunar, þeir er bezl voru máli farnir og mestir voru virðingamenn. En hann veitti þeim liörð andsvör og kvað eigi tjá að leita friðar. Enn aðrir sendi- menn fóru J)á lil fundar við hann og virti hann þá ekki viðtals. Þá var send stór sveit presta og hofgoða til hans; allir báru þeir helgiskrúða, og þótti öllum mikils um vert, en eigi urðu erindislok þeirra hetri að heldur.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.