Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1908, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1908, Blaðsíða 6
78 Æ S K A N hún hjálpa þeim og styrkja þá i því sem golt er, siðsamt og fagurt. Þeim er markið sett hátt og eru þeir af megni uppörfaðir til keppa að því. Sett er þeim skýrt fyrir sjónir, hversu áríðandi það sé fyrir alla félagsdrengi, eins og auðvitað fyrir sérhvern ung- ling, að búa sig vel undir baráttu lífs- ins þegar á unga aldri með því, að leggja alla alúð við nám sitt og ástunda að ná i skólanum þeim mesta og besta þroska. Félagið vill og uppörfa dreng- ina til þess, að félagsmenn skari fram úr öllum öðrum drengjum að nám- fýsi, iðni og siðprýði og allri góðri fram- göngu og hegðan hæði á heimilum, skólunum, atvinnustöðum og á göturn úti. Þeinr er kennt að þeir eigi að elska guð og frelsara sinn öllu fremur, þar næsl foreldra sína og heimili, skól- ann sinn og fósturjörðu sína. „FramáviðF' er orðtak deildarinnar. Allir drengir á nefndum aldri eru vel- komnir. Fr. Fr. Dion ætlaði að skapa mann. (Smásaga um líkama og skilningarfæri mannsins, eftir Zach. Topelius). Einu sinni var maður. Hann hét Dion. Hann bjó aleinn á eyðiey. Langir þóttu honum dagarnir. Langar fundust honum næturnar. Honum leiddist. Hann talaði við sjálfan sig: Félaga vil eg fá mér. Eg ætla að skapa mann. Út við ströndina var mjúkur leir. Dion tók leirinn sér í hönd. Hann hnoðaði úr honum stóran klump. Úr klumpinum l)jó hann lil mannsmynd. Hann gerði höfuð. Hann bjó til háls. Ilann bjó til bringuna. Hann gerði maga og mitti. Hann setti á hann hand- leggi og hendur. Hann hnoðaði fotleggi og fælnr. Síðan reisti liann myndina upp við tré. Nú er maðurinn fullgjör. Líkneskið andaði ekki. Þá sagði Di- on: »Nokkuð vantar enn. , Góði guð, láttu myndina anda með lungum. Góði guð, láttu blóðið fara að renna í æðum hennar. (ióði guð, láttu hjartað fara að slá. Guð sendi engil til eyjarinnar. Eng- illinn kom við myndina. Nú fór líkn- eskið að anda. Nú fór blóð að renna í æðum þess. Hjartað fór að slá. Dion varð fjarska glaður: »Nú er all ágætt. Nú er maðurinn fullgjörcc. Myndin hreyíði sig ekki. ttítluga stakk hana. Hún fann það ekki. Þá sagði Dion: Nokkuð vantar enn. Hreting- una vantar. Tilfinninguna vantar. Lama maður á fjarska bágl. Hann er kom- inn upp á annara hjálp. Góði guð, láttu myndina ganga. Láltu hana fá lífshræringu. Gefðu líkamanum skiln- iiujarvit tilfinningarinnár. Engillinn snerti myndina. Nú hraut hún kvist af trénu. Nú fann hún stungu bíflugunnar. Myndin fékk lífshræringu. Myndin fékk tilfinninguna. Hún svitn- aði í sólskininu. Hún skalf í kuldan- um. Glaður varð þá Dion. »Nú er alt ágæll. Nú er maðurinn fullgjörcc.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.