Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 2

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 2
82 ÆSKAN hetjum«, þá þuríið þið ekki annað en að kynna ykkur æíiferil píslarvotta Krists. Þeir voru manna fúsastir að hlýða mönnum i öllu rjettu og góðu, en þeim varð ekki með nokkru móti komið til að óhlýðnast guði, hvað sem i boði var, eða hvað sem kostaði. Þeir urðu opt að líða, af því þeir kusu að hlýða guði fremur en mönnum. .Teg vil aðeins minnast á eina slíka hetju. Hann hjet Hormisdas og lifði í Persíu á 5. öld eftir Krist. Hann var göfugur maður, og hafði lært að trúa á Jesum Krist, Varanes lijet þá kon- ungur Persa. Hann vildi kúga Horm- isdas til þess að ganga af trúnni, en hann svaraði: »Sá sem er óhlýðin frelsara sínum, verður aldrei sjerlega trúr jarðneskum konungi sínum. Iif það er dauðasök að óhlýðnast jarð- neskum konungi, hvað á þá sá skilið, er óhlýðnast Jesú?« Þá var allt tekið af honum, sem hann álti, og hann var settur til þess að vera úlfaldareki. Hann lét sér það vel líka og var i því hlýðinn og í öllu starfi sínu. Seinna sá konungur hann og aum- kaðist yíir hann, kallaði hann á fund sinn og vildi gela honum ný föt. Kon- ungur sagði : »Hættu nú þrjózku þinni og afneitaðu timburmannssyninum frá Nazaret?« Hormisdas kastaði fötun- um fyrir fætur konungi og sagði: »Eigðu sjálfur föt þín, en jeg' vil eiga rjettlæti Krists«. Hann var rekinn i útlegð og hvatti margan mann til hlýðnis við guð. Hann var hetja. Jeg vil nefna aðra hetju. Það var drengur, sem jeg man ekki hvað hjet. Hann átti heima i Uganda í Afríku. Fimmtánára átli að kúga hann til þess að íæra skurðgoðum fórnir. Það var reynt að tæla hann til þess. Það var reynt að ógna honum til þess. Hvor- ugt dugði. Hann var bundinn við staur og barinn. Þá tók hann til að syngja: »Killa sikú túnsifer«, sálm, sem þannig byrjar. Þetta þýðir hjer um bil: »Lofa drottinn dag og nátt!« Hann var svo bundinn á bál. Þarsönghann: »Killa sikú túnsifer«, Þangað til reykurinn kæfði hann. — Hann var hetja. Þetta gjörðist árið 1882. Hlýðnin við guð og hlýðnin við for- eldrana i öllu góðu er blessunar veg- ur. Sá sem temur sjer rjetta hlýðni verður hetja. Þakkaðu guði að þú átt góða foreldra, sem skipa þjer það, sem er gotl. Hlýddu svo guði og hlýddu þeim. Fr. Fr. Rómverjar. 9. Luciiis Kuinctius Cinncinnatus. Ækvar nefndist þjóðflokkur einn á Mið-ítaliu; þeir bjuggu fyrir austan Rómaborg og voru nábúar Latverja. Þeir áttu i ófriði við Rómverja. Min- úcius hét þá ræðismaður Rómverja annar; hinn kemur ei við sögu þessa. Svo ber til að her Ækvanna fær um- kringt Minucius og her hans og héldu honum í herkvíum. En er sú fregn barst heim til borgarinnar, kom þar

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.