Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 3

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 3
ÆSKAN 83 upp svo mikill ótti og skelfing, að engu mundi meiri, þótt sjálf borgin væri umsetin, en ekki herbúðirnar. En með þvi að ekkert þótti kveða að hinum ræðismanninum, var það til ráðs tekið að velja ræðismann, til þess að ráða fram úr þessum vandræðum. í einu hljóði var kosinn alræðismaður Lucius Kuinctius Cinncinnatus. Menn þóttust eiga alt sitt traust þar, sem hann var. En sjálfur sat hann, meðan þetta gjörðist út á búgarði sinum fyrir handan Tíberlljót. Þar dvaldi hann löngum, þótt hann ætti hús og höfðingjasetur i borginni, því hann var búsýslumaður mikill. Nú voru gjörðir menn á fund hans, að bera honum þessi tiðindi. En er sendimenn komu þangað, hittu þeir hann snöggklæddan, þar sem hann sjálfur var að plægja akur sinn. Er þeir höfðu heilsast og þeir ætluðu að bera upp erindi sín, kallaði hann til konu sinnar og bað hana, að færa sér skikkjuna, og kvaðst ekki hlýða á er- indi þeirra snöggklæddur. Gjörði hann það í virðingarskyni við öldungaráðið. Þá er hann hafði þvegið af sér ryk og svita og sveipað um sig skikkju sinni, gekk hann til fundar við sendi- menn, og heilsuðu þeir honum þá með alræðismannsnaíni. Síðan tjá þeir hon- um i hvert óefni komið væri, og hvert traust menn beri til hans í borginni. Svaraði hann vel máli þeirra og fór þegar lil borgarinnar. Honum var þar lekið tveim höndum og fengnir til fylgdar vandsveinar þeir, er ávalt skyldu ganga fyrir alræðismanninum. Hann safnar liði og fer þegar næsta dag af stað úr borginni. Verða nú fljót umskifti. Hann leysti Minucius, og sigraði óvinina og sendi þá undir ok. En því var þannig háttað, að stungið var niður tveim spjótum í jörð, og hið þriðja fest þar yfir. Þar var svo hinn sigraði her látinn ganga und- ir að framseldum vopnum og yfir- klæðum; þetta þótti hin mesta háð- ung. — Þegar hraðboðar höfðu bor- ið fregnina um svo skjótan og frægan sigur heim til borgarinnar, varð þar fögnuður mikill, og úrskurðaði Ráðið að veita skyldi Cinncinnatusi hið æðsta sæmdarmerki, en það var leyfi til að halda sigurför inn í borgina. Þann dagjer sigurförina átti að halda, var öllu herliðinu fylkt á Marsvelli til hinnar miklu skrúðgöngu. Fyrst voru borin hermerkin, hinn rómverski örn og ótal gunnfánar; þar næst komu for- ingjar óvinanna bundnir, þeir er til fanga höfðu verið teknir. Þá kom vagn sigurvegarans; hann var logagylt- ur og dreginn af fjórnm fögrum hest- um. í honum sat alræðismaðurinn; hann var svo búinn að hann var i kirtli, settum pálmablöðum á brjósti. Þar yfir bar hann gullbúna purpura- skikkju og láviðarsveig á höfði. Eftir vagninum komu hersveitirnar í þétt- um röðum og báru herfang það, er þeir höfðu tekið af óvinunum. Það þótti mikilfeng og fögur sjón, og þyrpt- ist að múgur og margmenni. í skrúð- göngunni var haldið inn í borgina um sigurfararhliðið, yfir Rómatoi'g upp á

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.