Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 8

Æskan - 01.11.1908, Blaðsíða 8
88 ÆSKAN Litli skrifarinn, Frh. ---- Hið þyngsta var að faðir hans varð ávalt kaldari og kaldari í viðmóti við hann og talaði örsjaldan orð við hann dns og hann væri einhver óþokkastrák- ur, sem einskis góðs væri af að vænla framar; liann forðaðist nálega að líta á hann. Þessu veilti Giulio eftirtekt og það olli honurn sorgar. Þegar faðir hans snéri baki að honum, horfði Giulio ofl til lians með sorgblandninni ástúð og blíðu. Afleiðingarnar af öllu þessu; sorginni, næturvökunum og erfiðinu, urðu þær, að hann varð æ holdgrennri og fölari í andliti og varð að slá meira og meira slöku við lærdóminn. Honum var það ljóst, að hann varð að hætta þessu og á hverju kvöldi einsetti hann sér að fara nú ekki á fætur í nótt. En svo, þegar klukkan sló tólf og stundin rann upp, sem hann hefði átt að standa við ásetning sinn tók samvizkan að ásaka hann. Honum fanst liann vanrækja skyldu sína, ef hann lægi kyr og jafnframt svifta heimili sitt einnar krónu tekjum. En svo var það eitt kvöld að faðir hans mælti þau orð, sem réðu úrslit- unum. Móðir hans athugaði hann grand- gæfilega og er hún varð þess vör að útlit hans var enn þá ískyggilegra en vant var sagði hún við hann: »þú ert víst veikur, Giulio«. Síðan vék hún sér að manni sinum og mælti: »Giulio er veikur, sjáðu hvað hann er fölur. Hvað gengur að þér Giulio minn?« Faðir hans leit til hans hornauga og mælti: »Hann hefir vonda samvizku og það gjörir hann veikann; útlit hans var ekki svona, meðan hann var iðinn og ástúðlegur drengur«. »En hann er mik- ið veikur«, sagði móðir hans kvíðinn. »I3að stendur mér alveg á sama um!« svaraði faðir hans. »Þessi orð nístu hjarta drengsins eins og hnífstunga. Nú var föður hans orðið sama urn hann. Áður fyr fekk hann ekki svo lióstakjölt að faðir hans yrði ekki dauðhræddur um hann! Honum þótti þá ekkert vænt um hann lengur og enginn efi virtist leika á þvi að liann væri sama sem dáinn fyrir lijarta föður síns. »Æ, nei«, hugsaði liann með sjálfum sér og kvíðinn gagntók lijarta hans, »þetta má ekki svo til ganga leng- ur; ást þína má ég ekki missa, þvi án liennar get eg ekki lifað; verð að eignast hana að fullu aftur. Eg ætla nú að segja þér eins og er, og draga þig ekki lengur á tálar; nú vil eg Ieggja alúð við námið eins og áður, hvað sem það kostar. Ef þú aðeins vilt elska mig, áslkæri faðir, þá ert mér sama um alt annað; Ó, í þetta skifti ætla eg að standa stöðugur við ásetning minn. (Niðurlag næst). Smávegis. Antigónus konungur hlust- aði eitt sinn á tal tveggja hermanna sinna, er sátu rétt við tjaldið. Þeirvoru mjög að hallmæla konungi og töluðu illa um hann á allar lundir. Alt í einu lyfti konungur upp tjaldskörinni og sagði: »Farið þið dálítið lengra frá tjaldinu, svo konungurinn heyri ekki til ykkarki Prelitsm.-GutenhefgT

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.