Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1908, Blaðsíða 2

Æskan - 01.12.1908, Blaðsíða 2
90 ÆSKAN Móse i Kil. Þið munið öll eflir frásögunni um Móse, er liann fæddist. Þá var grimm- ur konungur sem stjórnaði Egyptalandi. Konungar Egyptalands voru kallaðir Faraó. Það var tignarnafn þeirra. Þessi faraó, sem þá lifði, óttaðist ísraelsmenn að þeir myndu fjölga svo mjög að þeir yrðu yfirsterkari Egyptalandsmönnum, ef þeir gerðu upp- reisn. Hann gaf þá út þá skipun, að kasta skyldiiána Níl öllum sveinbörnum, er fædd- ust hjá ísraelsmönn- um. Þegar Móse fædd- ist, gat móðir hans dulið hann í þrjá mánuði, en er hún gat það ekki lengur, lagði hún hann í körfu og bar körfuna niður að ánni og lagði hana í sefið við árbakkann; lét hún síðan dóttur sína liafa gætur á, hvernig færi. Þá kom þar að konungsdóttirin með hirðmeyjum sínum. Hún sá körfuna og lét sækja liana. Síðan tók hún að sér barnið og feklc fóstru handa því. Það var móðir sveins- ins. Hún lét kenna Móse allar listir og vísindi Egypta. Þannig sneri guð þessu svo að Móse varð fær um að vinna ætlunarverk silt, að leiða ísraelsmenn út úr Egyptalandi. Samúel i æsku. Það var á dögum Elís, scm var dóm- ari og æðsti prestur í Israel. Þá fæddist sveinbarn, sem var gefið nafnið Samúel. Hann var helgaður guði frá móðurlífi. Hann var þjónustu- drengur í helgidómin- um. Hann var mjög bænrækinn og talaði oft við guð. Þess vegna talaði guð við hann. Þið nninið frá- söguna um það, er guð kallaði á hann þrisvar sinnum. Þið munið líka svarið sem hann gaf: »Tala þú herra,þiónnþinn heyr- ir 1« — Frásagan er svo fögur að þið ættuð að lesa hana sjálf. Hún stendur í 1. Samúelsbók 3. kapítula. Spegillinn hennar Sigríðar litlu. Þýtt. Það var einu sinni litil stúlka sem hét Sigriður. Fagran sumardag einn liljóp hún«út á engi að leika sér, týndi hún þar fang sitt fult af blómum, og Samúel i æsku.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.