Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1908, Blaðsíða 3

Æskan - 01.12.1908, Blaðsíða 3
Æ S K A N 91 að því loknu setlist hún til þess að hvila sig og binda sér fagran blómsveig; loks sofnaði bún þar sem liún sat á þúfunni, en vaknaði brátt aftur við það, að klappað var á öxl hennar, og sá bún, er bún opnaði augun, engil í skín- andi ldæðum standa lijá sér. Augu bans voru svo björt og skær sem stjörn- ur og horfðu svo blítt á hana. »Sigríður litla«, sagði hann, og rödd bans hljómaði sem hörputónar. »Sig- ríður litla, eg hefi gjöf að færa þér.« Hann tók þá upp lítinn spegil svo skínandi fagran að Sigríður litla hafði aldrei séð neitt þvílíkt. »Þenna spegil átt þú að eiga«, héll engillinn áfram. »Gættu bans vel og haltu honum breinum og fögrum! Vertu athugul, svo ekki komi blettir á hann«. Sig'ríður lók á móti gjöfmni með mik- illi gleði, þakkaði fyrir og lofaði að gæta bans vel. »Litla barn«, sagði engillinn, »eg ætla segja þér nokkuð: Hvert sinn er þú gjörir eitlhvað sem þú veist að er rangt, setur þú blett á spegilinn. Mundu nú, hvað ég hefi sagt þér!« Svo hvarf engillinn, en Sigríður sat alein eftir á þúfunni með blómin sín, en spegilinn geymdi hún í barmi sínum. Þegar Sigríður kom heim, bað móðir hennar hana um að fara út í garðinn og reita upp illgresið úr blómbeðinu fyrir utan gluggann, þetta starf líkaði Sigríði alls ekki, hún var þvi mjög ó- lundarleg á svipinn er hún fór út í garð- inn. Hún fór þó að reita illgresið, en í ólundarkastinu kipti hún upp mörg- um litlu blómplöntunum með. »Mín vegna má illgresið vaxa eins og blómin«, tautaði liún. Þegar hún var búin að reita dálitla stund, sá hún að Karen vinstúlka henn- ar var að leika sér að nýjum leikknött í garðinum liinum megin, hún hljóp þá strax frá staríi sínu og lék sér við Ka- ren allan síðari hluta dagsins, þegar móðir hennar hélt að hún væri iðin við að hreinsa illgresið úr beðinu. Þegar leikurinn var búinn og Sigríð- ur var orðin alein, mundi hún eftir speglinum og tók hann upp til þess að skoða hann; en — hvað var þetta? Ljót- ur, svartur blettur kominn á skæra spegilflötinn. Sigríður reyndi að þurka liann af, en það gelck ekki, hann sat kyr og varð því gleggri sem hún nudd- aði glerið meira. Hún liuggaði sig við það að lokurn, að hann mundi hverfa af sjálfu sér. ir Sigríður litla gekk á skóla. Börnin liöfðu lesið námsgreinar sínar og Sig- ríður hafði fengið hrós fyrir hvað vel hún kunni. Þenna dag var hún því mjög ánægð með sjálfa sig, hún var þá svo liyggin að tala ekki um það svo aðrir lieyrðu til, en hugsaði með sér: »Eg er í rauninni mjög dugleg stúlka, og enginn er jafnvel að sér í mínum belck«. Og hún leit smáum augum á veslings Mínu, sem sat við hliðina • á henni, og gat tæplega lesið eina einustu línu rétt. Um kvöldið tók Sigríður spegilinn

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.