Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1908, Blaðsíða 1

Æskan - 15.12.1908, Blaðsíða 1
ÆSKAN BAKNABLAÐ MIOi) MYNDUM XI. árg. Eignarrétt heflr: d „ ' 1 r\„ i n f\ O St,Stúkaíslandstl.O.G.T.] Rvik- DeS" 1908' Ritstjóri: l<r. Friðriksson. 25-26.tb. Jólasálmur eflir Lúter. Öll guðs börn, heiðrið herrann Krist! Úr himindýrð i láravist Til vor hann kom að færa frið; Því fagnar heilagt englalið. Guðs föður eíginn sonur sá I sauða þröngri jölu lá, Vort aumlegt hold og blóð hann bar, Sem blessaður um eilífð var. Á móðurskauti hvílir hann, Sem heimsbygð öll ei rúma kann Og lítið barn sá orðinn er, Sem alt með guðdómskrafti ber. Nú ljómar heims um bygðir blitt Oss blessað himinljósið nýtt; Þess bjarta ljóssins birta skær Að börnum ljóssins gjört oss fær. Hjá mönnum gestur orðinn er Guðs einkason, því fagna ber, Oss leiðir hann úr harmadal í himnaríkis gleðisal. Hann snauður kom í heiminn hér, Að hlotið miskun fengjum vér Og auðlegð mættum æðstri ná Hans englum líkir himnum á. Hann gaf sig oss; því gæzkan hans ei glötun vildi syndugs manns ó, minstu þess, guðs kristni, klökk, og Kristi gjald um aldir þökk. H. Hálfdanarson. JLjitli sferiíarimi. [Niðurl.J. Þrátt fyrir þetta, fór hann samt á fætur næstu nótt, meira þó af vana en nokkru öðru; þegar hann mí var kominn á fætur á annað borð, þá langaði hann til að sjá herbergið, enn þá einu sinni í kyrð næturinnar; her- bergið, þar sem hann hafði unnið svo lengi á laun með gleði og kærleika í hjarta sinu. Þegar hann nú stóð við skrifborðið, var búinn að tendra ljósið og horfði á pappírsræmurnar, sem hann

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.