Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1912, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1912, Blaðsíða 4
ö Æ S K A N. Nýtt ár. ENN er eitt náðarár frá Guði frá oss farið, — ár, sem færði oss marga góða gjöf frá honum; ár, sem gaf oss ótal tækifæri til að lála gott af oss leiða þar sem vér vorum. Hlutverk vort á árinu sem leið var eins og þið víst munið: »(id vera Ijós í heiminum og gera liann bjariari og lireinni með ástúðlegri jramkomu í orðum og verk- uma. Hvernig höfum vér svo leysl þetta hlutverk af hendi? Það veit Guð einn. Hann lieíir liaft vakandi auga á því, hvernig vér höfum farið með og notað gjafirnar lians og tækifærin oss til handa á liðna árinu. Nú gefur Guð oss nýtl ár enn, með nýjar gjaíir og ný tækifæri til að vera góð og gera það sem gott er. Ein gjöfin, sem árið 1912 færir oss íslendingum, eldri og yngri, heitir »Lög um aðflutningsbann á áfengi«. Frá 1. janúar má ekkert áfengi ílylja inn í landið til drykkjar og eftir 1. jan. 1915 má enginn maður selja né kaupa eða húa lil áfengi til drykkjar í landinu. Þetta vita nú eflausl mörg af ykkur. Eg þykist líka viss um, að þið séuð mér sammála um það, að þessi lög séu dýr- mæt gjöf, sem vér hljótum að vera Guði þakklát fyrir. Þjóðin sá all myrkrið, bölið og hætturnar, sem áfengið hefir leitt yfir liana, og hið sama vofði yfir ykkur, æskulýðnum, ef þessu færi fram. Hún bað því um þessi lög, lil þess að myrkrinu létti af og íslenzka þjóðlífið yrði bjartara og hreinna á komandi tíma. Nú er það eitt af hlutverkum vorum, ungu vinir, að hjálpa til þess eftir mætti, að þjóðin beri gæfu lil að fara vel með þessa góðu gjöf, svo að hún megi njóta þeirrar blessunar, sem lögin geta veitt landi og lýð, ef réll er með farið. Ver- um samtaka í verkinu og felum svo drotni ávöxtinn af því, þá getum vér verið þess fullviss, að andslæðingar vorir, sem byggja starf sitl á ágirnd, sjálfs- elsku og fýsnum sínum, fá engu áorkað. Vér þökkum svo yður öllum fyrir samvinnuna á liðna árinu, og þá eink- um þeim, sem staðið hafa í skilum við Æskuna og sýnt henni, lilla boðberan- um okkar, hlýtt viðmót og vinarþel. Heill og blessun frá drolni veitist yður öllum á árinu 1912. Munið að útbreiða ljós, livarsem ]>ið eruð, en ekki myrkur. Sj. J. Ný titilm.yn<l. Leseiiílur Æskunnar inunu taka eftir þvi, aö hún liefir nú fengiö sér nýjan höfuðbúnað, sem liún setur upp meö nýja árinu. Teikningin er gerð af Brynjólfi Póröarsyni, 15 ára gömlum dreng á Noröurstígö íRvik. Hún sýnir okkur blómin, sólina, fuglana og börnin. Við sjáum þrjú börn lciöast og bendir eitt þeirra í ált- ina til sólarinnar, sem er aö koma upp undan hæö- unum fram undan þeim. Paö er bending til okkar um aö talca saman liöndum og styöja liverl annaö í góöum félagsskap og snúa baki viö solli slæmra félaga. en leita þess félagsskapar, sem vill leiða ykkur í ljóss- og frelsisáttina og stefna ávalt hærra og hærra. Blómið, sem fremst er á myndinni, teygir sig ulan um Æskuna, einsog þaö vilji vefja hana í blaöafaöm sinn. Pannig mun æfileið þeirra, er stööugt slefna til Ijóss- ins, veröa blómum stráö, ogGuö og gæfan fylgja þeim.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.