Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1912, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1912, Blaðsíða 8
Æ S K A N. 6 »Viltlir þú heldur að ég lieí'ði skilið stúlkuna eftir í álfahöndum?« »Nei. En hún gelur ekki unað okkar fálæklega lííi né borðað þann mat, sem við höfum að bjóða«, svaraði liún. »Henni líður þó alténd betur hjá okkur en álfunum«, sagði Jakob. »En hvað liún er lin og falleg«, sagði gamla konan; »en einhver föt verður hún að fá. Hún gelur víst ekki nolað gömlu fötin mín«. Svo fór hún að leila hjá sér, og það fallegasla, sem hún fann, var hvíL lín- klæði, sem hún ætlaði að láta klæða sjálfa sig í þegar hún væri dáin. þessi föl og samlita sokka gaf hún aumingja stúlkunni, sem hvorki heyrði hvað þau sögðu né gal talað við þau, af því að álfarnir höfðu svift liana bæði lieyrn og máli. Hún skildi þó, að liún ælli að klæða sig í fötin og gerði það tafarlaust. Síðan seltist hún við eldinn óg grél. »Hvernig eigum við nú að útvega henni eitthvað að borða?« spurði konan. »Hingað lil hefi ég unnið fyrir þér einni, en nú skal ég vinna fyrir ykkur tveimur!« sagði Jakob. Og hann hélt orð sín; hann vann fyrir nógu brauði lianda þeim öllum. Unga stúlkan var alt af hæglát og gúð, og j>að var auðséð, að hún vissi að þau vildu henni vel. Hún vandist lljóll við- urværi þeirra og reyndi að gera alt það gagn sem hún gat; hún gaf svínunum og liænsnunum að éla og svo spann hún og prjónaði dálítið líka. — — þannig leið heilt ár. Svo kom aftur kvöldið fyrir allra-heilagra-messu. Jakob lét kápuna sína yflr sig. »Móðir mín«, sagði hann, »nú fer ég upp að hallarrústum lil álfanna«. »Ertu alveg frávita, Jakob? Nú drepa þeir þig áreiðanlega fyrir það, hvernig þii fórst með þá í fyrra«. En Jakob hló bara að þessu og fór. Þegar hann kom upp í lundinn, sá hann að höllin var öll upplýst eins og fyr. Hann gekk nær og heyrði að álfarnir sögðu sín í milli: »Nú er liðið eitl ár í kvöld síðan Jakob gerði okkur þann grikk, að slela frá okkur stúlkunni«. En minsta álfastelpan hló hátt og sagði: »Já, en ég lék þó á hann, þegar ég gerði hana heyrnar- og mállausa. Nú getur liún hvorki lieyrt hvað hann segir né talað við hann. Hann veit það ekki, að þrír dropar úr þessu glasi, sem ég held á, er nóg til þess að gefa henni bæði heyrn og mál aftur«. Hjarta Jakobs barðist eins og það ællaði að springa, en svo herti hann upp hugann og gekk inn i höllina. »Gott kvöld!« sagði hann. »Nú, erl það þú, Jakob? Vertu vel- kominn til okkar«, sögðu álfarnir. I3egar mesti hávaðinn minkaði, sagði litla, vonda álfastelpan: »Drektu minni okkar, Jakob, úr þessu glasi, sem ég beld á í hendinni«. »Já, það skal ég gera með ánægju«, sagði liann og gekk nær henni. Hann vissi vel, að þetta var drykkur- inn, sem veitt gat stúlkunni mál og heyrn. Þegar hann var kominn fast að álf- konunui, þreif hann glasið af henni í skyndi og hljóp út með það og hcim að kofa sínum. Þegar hann kom inn, hneig hann niður á stól við ofninn. Móðir hans var ulan við sig af liræðslu. »í þetta sinn hefir l'erð þín gengið eitLhvað i11a«, sagði hún. »Nei, þvert á móti«, sagði liann, »enn þá gekk mér all að óskum«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.