Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1912, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1912, Blaðsíða 3
11 Æ S K A N. Það fór eins og hann ætlaðisl til. Þeir voru allir í einum hóp og Magnús kenn- ari stóð mitt á meðal þeirra, baðaði út höndunum og mælti með hárri röddu: »Viljið þið gera svo vel að skýra frá því, hver ykkar það er, sem hefir felt blekbytluna mína. Að öðrum kosti segi ég skólastjóranum frá þessu og þá fáið þið allir þá ánægju, að enda gamla skóla- árið með stórri alhugasemd í vitnisburð- arbókunum ykkar«. Enginn drengjanna gaf sig fram, en allir litu hornauga til Péturs frá Græna- gerði. Hann kunni mjög illa við sig, þegar hann fann allra augu hvíla á sér; en liann var viss um, að blekbytlan var oltin um koll, þegar hann kom inn í lóma skólastofuna. »Hver kom fyrstur hér inn í dag?« spurði Magnús kennari byrstur mjög. »Hann Pétur frá Grænagerðk, sögðu nokkrir drengjanna. »Nú, einmitt það; það er þá hann, sem hefir gert þennan óskunda, eftir því að dæma. Ekki hefir blekbyttan oltið um af sjálfri sér, það er ég viss um«. Kennarinn gekk nú lil Péturs, sem var hlóðrjóður'af hræðslu úl undir eyru og ætlaði að fara að færa vörn fyrir sig; en af því varð þó ekkert, því Magnús kennari þreif óþyrmilega í jakkakragann hans, hratt lionum út í anddyrið og mælti: »Haltu þér saman, strákur; og berðu þig heldur að standa þarna fyrir utan og hugsa um, hvort það muni vera rélt að enda árið svona«. Ottó var eins og á glóðum meðan þessu fór lram. Hvað átti liann að laka til bragðs? Hann hafði hvorki hug né vilja lil að gefa sig fram; en honum fanst það þó ekki rétt að lála Pétur gjalda fyrir þetta. — Ojæja, hvað gerði það nú til í raun og veru? Pétur hafði sannarlega fulla þörf á að fá einu sinni rækilega ráðningu fyrir flónskuna og montið. Hann yrði þá ef til vill ekki alveg eins gleiðgosalegur yfir vitnisburð- arbókinni sinni næsl! Svo byrjaði kenslan og all komst aftur í sínar A'enjulegu skorður. Bæði kenn- arinn og lærisveinarnir reyndu af fremsta megni að eyða hinum leiðu áhrifum, sem þessi viðburður hafði liaft á þá. Og þegar kenslutíminn var úti, tóku allir drengirnir í höndina á kennaranum og óskuðu honum gleðilegra jóla og góðs nýárs. En hann leit brosandi til þeirra allra, hneigði sig og mælti aftur og aflur: wÞökk fyrir; ég óska þér hins sama, — þökk fyrir!« — Þegar röðin kom að Ottó, lá við sjálft að hann kæmi engu orði upp lyrir feimni og hræðslu, en Magnús veitti því enga eftirtekt, heldur sagði hið sama við hann og hina og bætti meira að segja við: »Láttu nú sjá að þú haldir áfram að vera góður dreng- ur á nýja árinu, og hagir þér ekki eins og liann Pétur frá Grænagerði, að gera fyrst óskundann og ætla síðan að ljúga sér lil friðar á eftircr. »Góður drengur!« Voru það ekki ein- mitt sömu orðin og hún mamma hans sagði við hann, þegar hún kvaddi hann um morguninn? Ó, honum lá við að örvilnast. Hvernig átli hann nú að finna ráð til að komast vel frá öllum þessum ósannindum og prettum? Þegar drengirnir skildu um daginn og liver lór heim til sín, þá leit Pétur hat- ursfullum augum til Ottós og mælti í hálfum hljóðum: »Eg vissi vel að það varst þú, sem vellir um blekbyttunni; ég sá þig koma út úr garðinum. í*ú endar árið heldur

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.