Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1912, Blaðsíða 2

Æskan - 01.03.1912, Blaðsíða 2
Æ S K A N. 18 margar góðar sögur í blaðinu og fróð- leikur úr ýmsum átlum. Enda var Hjálmar mjög Yel gefinn maður, hafði góðar gáfur og skarpan skilning á hverju sem var. Skáldmæltur var hann vel, en lét fremur lítið á því bera; þó eru í Æskunni nokkur kvæði eftir hann (t. d. »Haustið« í 24. bl. III. árg.). Hann var einlægur og áhugamikill bindindismaður, og var félagi Góðtemplarareglunnar frá árinu 1886 til dauðadags (24. sept. 1903). Um bindindi samdi hann fyrirlestur, er Stórstúkan gaf út og úthýtli um land alt og nefndist »Hvert sem vér lítum«. Bókina »Tíu kvöld í veitingahúsi« þýddi hann á islenzku ásamt Sigurði Jónssyni kennara. En börnunum var hann kær- astur fyrir það sem hann skrifaði í blaðið þeirra, Æskuna. Tóksl honum að láta hana halda vinsældum þeim, er hún hafði fengið undir stjórn fyrirrennara hans. Munu margir lesendur hennar geyma minningu hans í þakklátu hjarta fyrir alt það góða, sem hann lét hana ílytja þeim í hverju blaði, — fyrir öll heil- ræðin og bendingarnar, sem hann gaf þeim um að forðast það, sem öðrum hefir illa reynzt, en temja sér góða siði og grandvart líferni. Heill sé hverjum þeim, sem að því vinnur! B Æ N. Kom þú blessað ljósa Ijós, lýs þú ísafoldu, alt til þess er rós við rós ris við prís úr moldu. (M. J.) JJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ C; - frú jllialibran og unga | tónskálðið. wwjjýj'jjj j jjjjjjjjjj NNI í fátæklegu herbergi við eina af hinum ljótustu götum Lundúnaborgar sat Pétur litli við rúmstokkinn hennar móður sinnar veikrar. Hann var af frönskum ætlum, en faðir hans var dáinn. Pað var eng- inn brauðbiti til á heimilinu og liann hafði ekki hragðað mal allan daginn, en sat þarna síraulandi til að reyna að halda sér við. Loksins tók þó umhugs- unin um einstæðingsskap hans og hungrið að þrengja svo að lionum, að hann gat naumast varist gráti; hann var líka að hugsa um, að ekkert mundi hressa hana mömmu hans eins vel og góð appelsína, en ' hann gat ekki keypt hana. Lagið, sem hann var að raula, og vísan líka, var eftir hann sjálfan; drengurinn var skáld. Hann gekk út að glugganum og horfði út á götuna. Pá sá liann mann, sem var að festa upp stórar auglýsingar með gulum stöfum um að frú Malibran ætlaði að halda samsöng þá um kvöldið. »0 að ég gæti farið þangað«, sagði Pélur litli. Hann nam staðar eitt augnablik, klappaði svo saman lófunum og augu hans Ijómuðu af vonargleði. Síðan strauk hann gula, hrokna hárið frá aug- unum, liljóp að dálitlum kistli, sem hann átti, tók þar upp óhreint pappírs-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.