Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1912, Blaðsíða 3

Æskan - 01.03.1912, Blaðsíða 3
Æ S K A N. blað, leil ástúðlega lil móður sinnar sofandi og hljóp út. »Sögðuð þér að einhver vildi finna mig?« sagði frú Malibran við þjóninn. »Eg er nú orðin svo þreytt á þessum heimsóknum í dag«. »Það er lítill og laglegur drengur með gult og lirokkið hár, sem segir, að þér munuð ekki hafa á móti að hann rélt líti inn til yðar,— hann skuli ekki tefja yður lengi«. »Jæja, látið þér hann þá koma inn«, sagði söngkonan. »Eg get aldrei neitað börnum um neitt«. Pétur litli kom nú inn með húfuna sina undir handleggnum og blaðið i hendinni. Hann gekk ófeiminn og djarf- lega beinl til frúarinnar, hneigði sig kurteislega og sagði við liana: »Ég kem til yðar af þvi að mamma mín er svo veik og fátæk, að hún getur hvorki keypt sér mat né meðul, þvi að ég hugsaði að skeð gæti, að þér vilduð syngja litla lagið milt á samsöngnum yðar i kvöld, og þá vildi kannske ein- hver kaupa það fyrir nokkra aura á eftir«. Frúin slóð upp, — lnin var mjög fríð, há og líguleg, — tók við blaðinu, sem Pét- ur rétti henni, raulaði lagið á því fyrir munni sér og sagði: »Hefir þú samið þetta sjálfur, barnið gott, og visuna líka?« »Já«, svaraði Pétur feimnislega. »Viltu koma á samsönginn minn í kvöld?« spurði hún eftir dálitla þögn. »Já«, sagði Pétur og augu hans ljóm- uðu af gleði. »En ég má ekki fara frá henni mömmu minni«. 19 »Ég skal senda einhvern til að vera lijá henni á meðan. Og hérna eru 5 krónur, sem þú átt að kaupa fyrir mat og meðul handa mömmu þinni, og hér er aðgöngumiði að samsöngnuin handa þér; þú átt að sitja rétt fyrir framan mig«. Pétur litli varð frá sér numinn af fögnuði og þakkaði frúnni fyrir þetta. Svo keypti liann appelsínur og margt annað sælgæti handa mömmu sinni, og sagði henni með tárin í augunum frá hamingju sinni. * * Nú kom kvöldið. Pétur litli var kom- inn í sætið sitt í sönghöllinni; aldrei hafði hann séð svo stórt og skrautlegt hús. Hljóðfæraslátturinn, Ijósafjöldinn, glampinn af gimsteinunum og skrjáfið í silkinu — all þetta nær því dáleiddi liann. Loksins kom h ú n. Pétur hafði ekki augun af henni. Hann gat varla ímjmd- að sér, að þessi fagra frú, sem öll glóði af gimsteinum og allir báru lotningu fyrir, mundi syngja litla lagið hans. Hann beið með öndina í hálsinum. Söngkonan byrjaði á raunalegu lagi, sem liann kannaðist ofurvel við, og hann réði sér ekki fyrir fögnuði. Ó, hvað hún söng það vel! Lagið var svo einfalt, en þó svo viðkvæmt og hrífandi, að augu flestra áheyrendanna fyltust tárum. Alt varð hljótt, — ekkert heyrðist nema hin lijarlnæmu orð í litla erindinu. Eftir sönginn hljóp Pétur litli eins og í loftinu heim lil sín. Hvað kærði hann sig nú um peninga? Hin frægasta söng- kona í Evrópu hafði sungið lagið hans, og margar þúsundir manna höfðu grátið af hrifningu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.