Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1912, Blaðsíða 4

Æskan - 01.03.1912, Blaðsíða 4
20 Æ S K A N. Morguninn eftir varð Pétur litli hálf- iiræddur. Frú Malibran kom sjálf heim til hans, lagði höndina á gula kollinn hans, vék sér svo að móður hans og mælti: »Drengurinn yðar hefir gert yður hamingjusama, kona góð. Kg seldi í morgun einum helzta útgefanda Lund- únaborgar lagið hans fyrir 300 pd. sterl. (þ. e. 5400 kr.), og hérna er þinn hluti af verðinu, Pési minn. Þakkið þér nú Guði, frú mín góð, fyrir þær himnesku gáfur, sem drengurinn yðar er gæddur«. Móðirin og frú Malibran grétu báðar, og Pétur litli gleymdi ekki honuin, sem annast hina veiku og fátæku; hann féll á kné við rúmstokkinn og bað Guð barnslega og innilega að blessa þessa góðu konu, sem hafði beygt sig niður lil að bæla úr kjörum þeirra. Þessi bæn gerði hina góðu söngkonu enn betri cn hún var. Og hún, sem var átrúnað- argoð hinna ensku aðalsmanna, tók nú að ferðast um meðal fátæklinga til þess að bæta úr bágindum þeirra. Frú Malibran dó ung og hamingju- söm. Og sá, sem veitti henni hina síð- ustu aðhlynningu og gerði henni siðustu augnablikin ánægjuleg, var Pétur, sem einu sinni var lítill og fátækur, en nú var orðinn ríkur og virtur sein eitt af hinum efnilegustu tónskáldum síns tíma. Vel sé hverjum þeim, sem frá tindi hamingjunnar beygir sig niður til þess að auðsýna velvild hinum í'álæku og föðurlausu. (G. 15. pýddi). (Meö mvncl ?í bls. 21). »En af stof'ni ísai mun kvistur fram sprelta og angi upp vaxa af rótum hans. Yflr hon- um mun hvíla andi drottins: andi visdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi pekkingar og ótta drottins. Unun hans mun vera að óttast drottinn. Hann mun ekki dæma eftir pví sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir pvi scm evru hans heyra. Með réttvísi mun hann skcra úr málum hinna nauðstöddu í landinu, liann mun ljósla ofbeldismanninn með sprota munns síns og deyða hinn óguðlega mcð anda vara sinna. Réttlæti mun vera beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðm- ir hans. Pú mun úl/urinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung Ijón og ali/é ganga saman og smásveinn gœla peirra. Kýr og birna munu vera á beit saman og kálfar og húnar liggja hvorir lijá öðrum, og ljónið mun hey eta scm naut. Rrjóstmylkingurinn mun leika sér við holu- dyr nöðrunnar og barnið nývanið af brjósli stinga hendi sinni inn i bæli hornormsins. Hvergi á minu heilaga fjalli munu menn ilt fremja eða skaða gera; pvi jörðin er full al' pekkingujá drotni, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið«. Ut af pessu hefir Valdimar biskup Briem ort pctta i Bibliuljóðum I, hls. 388: Al' Daviðs stof'ni kvistur kcmur með kraft og vísdóm, pekking, ráð; i drottins ótta dóm hann semur og dæmir Iiinum aumu náð. Hjá úlfi mun pá lambið liggja, hjá ljóni kiðið hoppa’ á beit, og ungbarn höfjgorms bæli byggja, pa blessast alf 1 sama reit. (Jes. 11. kap.)

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.