Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1912, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1912, Blaðsíða 6
30 Æ S K A N. þá málverkið og lét hann ekkert af því vita, að Krists-myndin hefði verið gerð eftir honum. Málarinn var of vitur maður til þess, að liann vildi vekja drambsamlega hugsun í svo hreinu og saklausu unglings-hjarta. Nú liðu mörg ár, og málarinn var ekki búinn enn að fullgera málverkið. Hann vildi, að það yrði afbragðs Iista- verk eða ekki neitt að öðrum kosti, og til þess þurfti hann að verja löngum tíma og mikilli vinnu. Þar að auki hafði ýmislegt annað tafið fyrir honum. En nú var loks svo langl komið meist- araverkinu, að ekki var annað eflir en myndin af Júdasi frá Karíot. Hann hafði fundið sér fyrirmynd að öllum hinum postulunum: Pétri eldheit- um í anda, Jóhannesi ljúfum í lund, og Tómasi hikandi og tortrygnum. En Júdas var eftir. Og nú var hann aflur jafn- angurvær úl af þeirri mynd og mynd frelsarans. Hvar átli hann nú að finna mann, sem væri svo svipljótur og gjörspillur af löstum og glæpum, að hann gæti l'yrirmyndað þann, er mestan glæp hefir (lrýgt í heimi? Málarinn leitaði nú um allar götur og lorg borgarinnar. Hann fór inn í veit- ingaliúsin og fangelsin og aumuslu spill- ingargrenin í skuggahverfum borgarinn- ar. Alstaðar fann hann þar menn, sem voru afskræmdir af löslum og svalli. En hjá öllum hinum yngri mönnum brá þó enn fyrir nokkru af guðsmyndinni í yfirbragði og látæði, — myndinni, sem ekki týndist algjörlega í syndafallinu. lin engan af liinum gömlu gat hann hafl að fyrirmynd. Loksins hitti hann í einu fangelsinu afskræmislega Ijótan mann, rúmlega þrí- tugan að aldri. Honum þólti sem þessi maður hefði drukkið drýgri teig af bikar syndarinnar en aðrir. Hann var bleik- rauður og þrúlinn í kinnum, og sýndust þær hanga utan á beinunum, linar eins og sveppir; nefið var þrútið og rautl, augun skuggaleg, sljó og hvarllandi, og stundum brá þar fyrir lymsku og ilsku. Málarinn liafði aldrei séð svo svipljótan og gjörspiltan mann á yngra aldri. Þegar hegningartími hans var liðinn, og þessi maður slapp út, þá var mál- arinn viðbúinn að leita hann uppi. Hann var í tómum vafspjörum, ódæma sóða- lega til fara. Þessi veslings ræflll var auðfenginn lil að sitja fyrir; það má gela nærri, livort hann hafi slegið hendi við peningum, og með þá hefir hann auðvitað farið í veitingaliúsið. Ekki Iét málarinn hann fremur en hinn vita, hvern hann ælli að fyrir- mynda, og aldrei lét hann hann sjá mál- verk sitt, því að hefði nokkur neisti af blygðun verið til í honum enn, þá liefði lionum sárnað, ef honum hefði verið sagl, að hann ælti að fyrirmynda Júdas. En þó fann málarinn það á honum, að hann vildi gjarnan vita, hvað hann ætti að fyrirmynda á dúknum. Hann sat venjulega kyr á sínum stað, íbj'gg- inn og þögull; en stundum mátti sjá, að hann hafði í huga að ganga nær mál- verkinu og fá að líta á það einhverslaðar frá. En málarinn var samt alt af á verði. Þegar málverkið var fullgert og mað- urinn hafði lekið við borguninni, spratt hann upp svo skjótt, að málarinn gal ekki varnað honum, og svifti skýlunni frá, sem hékk yfir málverkinu, og sá þá skjótt, hvað það átti að fyrirmynda. Iiann hrökk lil baka og hrópaði upp

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.