Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1912, Blaðsíða 8

Æskan - 01.05.1912, Blaðsíða 8
40 Æ S K A N. DÆGRADVÖL. 2. 6. Ilvað er fet á lengd og fet á breidd, en þó ekki ferkantað? Eg er eins, hvorl sem ég stend á böiði eða fótum. En takir þú höfuðið burt, verða fæturnir að engu, og takir þú fæt- urna burt, verður höfuðið að engu. Ilvaða höfuð er heilalaust? Faðir minn og móðir mín eru menn, en en þó er ég einskis manns son. Maður nokkur átti sex dætur og hver þeirra átti einn bróður. Hve mörg börn átti faðirinn? Fyllið auðu reitina með stöfum þannig, að þeir, á- samt stöfunum, sem fyrir eru og standa eiga ó- hreylðir, myndi 4 íslenzk bæjanöfn. H 1 I B | | I m| | I R | | I 7. Sá ég á svörtum bekkjum sitja með fögrum litum systur með sóma beztum sextán jafnstórar vexti. Fyrðar sjá þær í friði, íljóðin þeim kvalir bjóða. 8. Drengur nokkur skrifaði kunningja sín- um bréf, en undir það setti hann nafn sitt þannig, að liann ruglaði stöfunum í því og skrifaði »Tindóser«. Sá, sem brél'- í fékk, gat strax ráðið nafnið, skrifaði bréfritaranum og borgaði honum i sömu mynt með því að rugla stöfunum í sínu nafni og kalla sig »Leamús«. — Hvað hétu drengirnir? í). Hvað er það um sjálfan sig, sem ei neinn kann heyra, en þó mun sagt um þig og mig og það ei langt frá eyra? 10. Ilvað er það sem ég sé og þú sér, kóngurinn sjaldan, en Guð aldrei? rðgcndJingar. Afgreiðsla Æskunnar er nú ílutt á Laugaveg 63. Löng saga (»Handavana«) byrjar nú í þessu blaði og verður í hverju blaði fram undir næstu áramót. Eru með því uppfyltar óskir margra kaupenda, er beðið liafa um langa sögu. Einn af beztu styrktarmönnum Æsk- unnar, þeirra er í sveit búa, er Ingim. Jónsson á Svanslióli í Strandasýslu. Hann hefir nú um 40kaupendur og er mjög skilvís og áreiðanlegur. Erfiljóð ættu menn ekki að senda Æsk- unni. Hún má ekki eyða rúmi lianda þeim frá öðru skemtilegra, nema sér- stakar ástæður séu til. Þorrakvæði N. I. og »Sólsetur« K. B. biða til næsta vetrar. Munið eftir að borga Æskuna á rétt- um tíma (fyrir 1. júlí). Hvenær verður Æskan svo öflug, að að hún geti stækkað (fjölgað tölublöð- um í árg.) að miklum mun með lítilli verðhækkun? Það er mest undir kaup- endafjölgun komið og hún er alt af að smáaukast. Áfram i áttina! Illllllliaillltl ÆSKAJST kemur út einu sinni í mánuði, tvö tölublöð í senn, og auk þess jólablnð, 25 blöð alls. Kostar 1 kr. 20 a. árg. og borgist fyrir 1. júli. Sölulaun */» 5 eint. minst. Útscndingu og innheimtu annast Sigurjón Jónssoir tll viðtals á Laugavcgi 03, kl. 9—10 og 2—3 daglcga. Utanáskrift til blaðsins með póstum: ÆSKAN. Pósthólf A 12. Rvík. Eigandi: Stórstúka íslands (1. O. G. T.). Útgefendur: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.