Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1912, Blaðsíða 6

Æskan - 01.07.1912, Blaðsíða 6
54 Æ S K A N. teikna; hann teiknaði alt sem hann sá: menn, hús, tré og vötn. En það var nú saml ekki áhorfsmál, að bygg- ingarlistin varð að ganga fyrir, þó að ekki væri hlaupið að því að kenna honum hana. En faðir hans hélt hon- um stranglega að náminu og móðir hans sárbað hann að vera nú iðinn við kolann. Loks var námi lokið og hlið liins gullna frelsis lukust upp fyrir honum og hann náði takmarki óska sinna, — hann varð stúdent. Og það var hon- um sama sem hann væri frjáls, — sjálf- ráður ferða sinna. I’á komst hann frá augum foreldra sinna, þá komsl hann undan skólaaganum og öllu eftirliti. Þelta frelsi elskaði Gústaf meira en all annað. Nú var hann orðinn full- þroska maður, og ekki hættan á, að hann l'æri vill í valinu. Hann hugsaði sér nú að njóta lifs- ins lyrst um sinn, það er að skilja: snerta ekki á verki. íJað var svo sem nógur timinn lil þess fyrir hann að fara að })ræla. Hann sem var svo bráðgáfaður og snjall að teikna, — hverja stund var hann að ná hinum — slóðunum! En Gústaf naut lifsins nokkuð lengur en hóllegt var. ()g við aðgerðaleysið misti hann bæði verklundina og þrótt- inn lil að vinna. Tæki hann á verki stöku sinnum, þá fanst honum })að eins og drápsbaggi, sem liann yrði að snara af sér sem fljótasl. Og svo kunni hann þvi illa, að kennarar hans fóru smám saman að la misþóknun á hon- um; og þegar þeir, sem voru treggáf- aðri en liann, gáfnaljósið sjálft, leystu verk sín betur af hendi en hann, þá varð hann þykkjuþungur. En að lok- um ællaði hann að fara að láta til sín laka; en þá var gamall vani, vin og skemtanir búið að gera hann dáðlausan. Og þegar námstiminn var á enda og prófið stóð fyrir dyrum, þá báðu kenn- ararnir hann að hælta við að ganga undir það, því hann stæðisl það ckki. Þella urðu foreldrum lians hörmu- leg tíðindi. En Gústaf reyndi að telja þeim trú um, að þella yrði sér lil hamingju, því að hann væri fyrirlöngu búinn að sjá það, að sér væri ekki ætlað að lást við húsagerð, enda væru horfurnar með þá iðn all annað en glæsilegar; kvað hann það vera að lenda á rangri hillu i lífmu, að komast i þá slöðu, sem maður gæli ekki með neinu móli l'elt sig við. I fáum orðum: Gústaf var sannfærður um, að hann ætli að verða læknir, og halði nú alt í einu fengið óviðráðanlega löngun til læknisnáms. »Og aldrei hefi ég nú orðið var við neina læknislund hjá þér«, mælli faðir hans. »Væri ekki nær, að þú yrðir kaupmaður eins og ég«. »Nei, l'aðir minn, ég er ekki skap- aður til þess«, svaraði Gústaf rembilega. »lJví er nú miður«, mælli faðir hans. »En þó að lifsstaða mín sé ekki svo glæsileg, þá höfum við þó haft heiðar- legt uppeldi af henni, og alt fékstu, sem þú beiddist, mcðan þú varsl á há- skólanum, þó að þú værir helzt til þurftarfrekur. En ef þú vilt halda á- fram námi, þá verðurðu að halda þér

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.