Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1912, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1912, Blaðsíða 7
ÆSKA N. dálitið betur i skefjum, því að ég hefi orðið fyrir miklum óhöppum og verð að halda spart á fé mínu. Þú ættir að hugsa út í, hvað við erum búin að eyða miklu fé til að kosla þig til náms, og livað þú hefir svo að öllu búnu orðið okkur til lítillar gleði«. Gústaf var nú ekki eiginlega slæmur í sér. Hann viknaði við tár móður sinnar, og lofaði því i fullri alvöru, að hann skyldi vera þeim eftirlátur og hlýðinn, og lifa nýju lífi, ef þau bara vildu nú verða við þessari hón sinni, að hann fengi að læra læknisfræði. Og svo byrjaði Gústaf á námi og stundaði það með sóma framan af. En meinið var, að hann var næmari en aðrir; hann þurfti svo lítið fyrir að hafa. í’á leiddist honum og liann fór að slæpast, og leikslokin urðu þau, að hann stóðst ekki prófið, og kennarar hans réðu honum að snúa sér að ein- hverju öðru, því hann væri alls eigi náttúraður fyrir lækningar. Nú datl Giistaf allur kelill i eld. Ilann forðaðist að láta nokkurn mann sjá sig, og snautaði heim — með ekki svo litlar skuldir á haki. (Frnnili.) Skrifuð blöð. AÐ gælu margar barnastúkur gert, meðlimum sinum lil fróðleiks og skemlunar, að gefa út skrifuð blöð innan félags. Þær munu ílestar eiga einn eða fleiri ritfæra menn innan vé- banda sinna, sem helðu vilja og tíma til að standa fyrir þvi og búa það út: laka við þvi sem aðrir senda þeim lil upptöku í blaðið og semja sjálfir eða safna saman því sem á vantar, og af- skrifa svo alt í blaðið í réttu formi. »Æskan« hefir fengið að láni einn árgang(lí)lO) af einu slíku stúkublaði, er nefnist »Saklej'sið« og er gefið út í barnastúkunni »Lilja« nr. 26 i Bolung- arvik. Ritstjóri þess er Jens Níels- son, gæzlumaður stúkunnar, og hefir hann skrifað margt golt i blaðið. Þó hafa aðrir félagar stúkunnar sent hon- um ýmislegt, hæði sögur, kvæði, grein- ar og gátur. Kom það út vikulega um vetrartímann, en ekki um sumarið. Það var lesið á fundum og lánað með- limunum til lesturs. Flutti það hug- vekjur um málefni unglingareglunnar, skýringar á skuldbindingunni og hin- um góðu aíleiðingum þess að halda lnma vel, og auk þess skemtisögur og heilræði. Enn fremur gaf það verð- laun fyrir að ráða sumar gátur sínar, og fengu nokkur börn, sem skörpust voru að skilja gáturnar, ýmsar góðar bækur að verðlaunum. Alt þetta hefir glall börnin, örvað þau til slarfa og frætt þau á ýmsan hált. Væri reynandi fyrir fleiri stúkur að stofna skrifuð smáblöð hjá sér. Mun »Æskan« við og við flylja eill- hvað af efni þessa blaðs, er hún hefir fengið, og merkja það með nafni þess. A. S.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.