Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1912, Blaðsíða 4

Æskan - 01.08.1912, Blaðsíða 4
Æ S K A N. 60 gengi oí'l matarlaus til svefns að kvöldi og systkini hans við skorinn skamt, þá mátti þó búast við að yfir keyrði, þegar veturinn gengi i garð. Vesalings Aðólf gal ekki fórnað hönd- um til bænar; en í hjarta sínu hróp- aði hann óaflátanlega til drottins og hað hann ásjár. En samt var hann alt af öruggur, þegar hann lalaði við móður sína, eins og ekkert væri um að vera. Einu sinni var gott veður og heitt af sólu. Aðólf settist á bekldnn úti fyrir húsdyrum sinum. Einhvergóður maður haíði gefið honum nokkrar arkir al' gljáhvitum pappír. Hann tók nú eina örkina með fætinum, ýtti ofan á hana tveimur smásteinum til þess að halda henni fastri, stakk svo bI}T- antinum á milli tánna og fór að teikna í ákafa. Hann teiknaði nú ýmislegt, sem menn þar eru vanir að hafa til að skreyta hús sín utan og halði fyrir sér teikningar kennara síns og tókst að ná þeim nokkurn veginn. En ait í einu heyrði hann, að ein- hverjir slóðu við hliðina á honum. Það voru þá tvær hetðarmeyjar, sem horfðu undrandi á þennan fáséða teikningameistara. »Liggur þessi vegur upp í Heljar- dal?« spurði loks önnur þeirra. Aðólf spratt upp og svaraði: »Já, j>essi gangstigur liggur beint þangað«. »En hvað er það, sem ég sé?« spurði hin stúlkan, sem haíði verið að virða fyrir sér teikningar hans. »Getið þér virkilega teiknað með fætinum? Er það mögulegt, að jiér hafið leiknað þessar myndir á þann hátt?« »Já«, sagði Aðólf, og stúlkurnar rak alveg í rogastanz, þegar hann teiknaði eina myndina að þeim ásjáandi. Þetta var þó sannarlega skrítnasta æfintýrið, sem þær höfðu lifað, og aldrei hefðu þær trúað því, ef þær hefðu ekki séð það sjálfar. »0-og«, mælti önnur þeirra og dró seiminn, »viljið þér ekki selja okkur eina myndina?« »Selja?« Aðólf hafði nú aldrei hugs- að til þess, þvi að enginn hatði til þessa metið þær að nokkru. »Selja?« Hann vildi helzt segja blátt áfram: »Takið þér þær bara; ég tek ekkert fyrir þær«. En þá hugsaði hann til mömmu sinn- ar og litlu systkinanna og sagði hik- andi: »Viljið þér máske greiða mér eitthvað fyrir eina þeirra?« »Hvað á þessi mynd þarna að kosta?« Aðóll roðnaði út undir eyru. En stúlkan skar úr málinu og rétti honum pening og mælti: »Er þetta nóg?« Nóg? Ó, alt heimilið gat lifað á því i marga daga. Og þetla halði hann, hann sjálfur, unnið sér inn! Það var honum óumræðilegl fagnaðarefni. Stúlkurnar fóru nú sina leið, en Aðólf sat grafkyr með peninginn á hnjánum; hann hatði aílað sér hans sjálfur, og hann gal máske — máske unnið sér inn miklu meira. Var nú þetta hjálpin frá drotni, sem hann haíði svo lengi verið að hiðja um. Var hún nú þarna komin og svo miklu meiri og dýrlegri en honum haíði nokknrn tíma til hugar komið? Það var ekki

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.