Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1912, Side 6

Æskan - 01.08.1912, Side 6
62 Æ S K A N. ölmusugjöf, lieldur allafé hans. En jnið vissi (iuð einn, livað hann hafði fyrir því haft, að geta aflað þessa fyrsta penings. Og hann, auminginn fyrir- litni, sem alt til þessa haíði verið for- eldrum sínum til byrði, — gat hann nú, ef til vill, orðið til gagns að lok- um? Átti hann að koma í stað föður síns og hafa ofan af fyrir heimilinu? Ó, hvað hann skyldi þá teikna nótt og dag, ef hann gæti séð fyrir áslvin- um sinum með myndunum sinum! En móðir hans dró nú saml úr þessari gleði hans. Hún tók að sönnu ánægjulega við peningnum, en hún var á því, að stúlkurnar hefðu gefið honum þetta eins og ölmusu af tóm- um brjóstgæðum, af þvi að hann, — handalaus auminginn — væri svo brjóstumkennanlegur. Þetta féll Aðólf svo þungt. En daginn eftir setlist hann samt aflur á bekkinn og breiddi út margar myndir við hliðina á sér; en enginn fór um veginn þann daginn, sem vildi kaupa neitl af honum. Hann mælli ekki orð frá munni og móðir hans ekki heldur. En um kvöldið strauk hún hendinni um vanga honum og mælti: »Mundu eftir þvi, að við þurf- um ekki að svelta þessa vikuna«. Þá ætlaði ekkert úr honum að verða. Enginn hafði lu ósað honum árum sam- an. Ilann barðist við tárin og mælti: »Mig langar svo til að gela unnið fyrir einhverju, svo ég verði þér ekki alt af til byrði!« »Pú — til byrði!« Pað var eins og móðir hans væri að hugsa sig dálítið um, en síðan mælti hún: »Aðólf minn! Eg veit ekki, hvernig ég heíði klofið það til þessa, ef þú heíðir ekki verið«. Nú var vana-viðkvæðið þagnað á vörum hennar: »Ó, að þú værir kom- inn undir græna torfu, Aðólf minn!« (Framli.) r • Ur æsku minni. i. Viltu ekki vera pabbi minn líka? G var á l'yrsta árinu, svolitill hnokki, Œi-á.3 þegar cg misti föður minn. Að ári liðnu giftist mamma min aftur og cg eignaðist stjúpa, sein var mér eins góður og faðir, og ég kallaði hann líka pahha minn. Svo eignaðist ég hálfbróður. Hann var lát- inn heila Jónas, en var all af kallaður Nonni. Pegar hann var farinn að stálpasl og gcla talað, vorum við eitl sinn að lcika okkur á gólflnu, pegar pahhi kom inn. nKcmur pahhi! kemurpabbi!« sögðum við báðir í cinu og hlupum í fangið á honum. »Pú átt ekki pennan pabba, — cg á hann«, sagði Nonni og ýtti _mér frá. »(), vísl; vísl á ég hann«, sagði ég og hljóp lil mömmu. »Mamma! mamma! Á ég ekki pcnnan pabba? Ha, mamma, er pað ckki satl? Á ég ckki pennan pabba?« spurði ég ópolinmóður. »Nci, elskan min. Hann pabbi pinn cr dáinn. En biddu pennan að vera jialilia pinn í staðinn«, sagði niamma. »Á, sko lil! Sagði ég ekki salt?« sagði Nonni og kinkaði kolli sigri hrósandi i'ram- an í mig. Ég gaf mig ekkerl að pví, cn hljóp upp í fangið á stjúpa mínum og spurði:

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.