Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1912, Qupperneq 8

Æskan - 01.08.1912, Qupperneq 8
64 ÆSKAN. DÆGRADYOL. 1. Tveir menn mættust og ráku sinn f'jár- hópinn hvor. Ávarpar þá annar hinn og segir: »Láttu mig hafa eina kind, svo aö við eigumjafnmargar«. Hinn svarar: »Nei, lát þú mig heldur fá eina úr þín- um hóp, svo aö ég eigi helmingi íleiri en þú«. — Ilvað voru margar kindur í hvorum hóp? 2. Hvert er það steinbúr, sem gefur af sér regnskúr? 3. Hver er sú hin yzta, alveg eins og kista? Iienni verður up]> lokið, en aldrei aftur látin eins og hún var í fyrsta. 4. Gamall maður lá banaleguna. Hann lét kalla til sín sonu sína 3 og sagði við þá: »Alciga mín, sem ég eftirlæt ykkur, synir mínir, er 17 hestar. I5ið eigið að skifta þeim svo á milli ykkar, að elzti bróðir- inn fái helming þeirra, mið-bróðirinn þriðjunginn ogsáyngsti níunda partinn«. En þegar þeir ælluðu að fara að skifta í helminga, gátu þeir það ekki, nema með því að skifta einum hestinum í tvent, en það vildu þeir ekki gera. — Peir fóru þá til manns eins, sem þótti ráðsnjall og skarpvitur, og báðu hann að leggja sér ráð í þessu vandamáli. — Þegar hann hafði hugsað málið um stund, sagði hann: »Ég á 1 hest og skal gefa ykkur hann, svo að þið eigið 18 til skifta. Sá elzli tók nú lielminginn (9), annar þriðjunginn (6), og sá yngsti níunda hlut- ann (2). Pá sagði kunningi þeirra: »Nú hafið þið allir fengið meira en þið áttuð að fá og þó gengur 1 hestur af, sem ég ætla að eiga fyrir ráðið og hjál])ina«. — Hvernig á að sldlja þetta? 5. 6. 7. Um mig hugsa ýmsir mikið, ann mér maður liver og einn. En ef nafni við er vikið. verð ég kaldur, harður steinn. A sjávarljóni og söðladýri sá ég prýði; sama nalnið lýtir lýði. Eg er ekki danskur maður og þetta er ekki nafnið mitt, heldur nafnið á sveitinni minni — stöfunum að eins ruglað. Ilvað lieitir hún? Hr. Agesen. Orðsendingar. Munið eftir að borga Æskuna. Friðrik Guðjónssonl Gáturnar þínar eru svo kunnar, að gagnslausl er að birta Íiær, og mannanafnagáturnar svo ó- ullkomnar, að þú verður að vanda þig betur næst. Anna Á. Jónsdóttir! Sagan »Fegursta rós heimsins« er nýlega prentuð á ísl. í Ætintýrum H. G. Andersens og verð- ur þvi ekki tekin í blaðið. »Svanahr.« er komið og »Hassan« kemur síðar. Framtið Æskunnar er að miklu leyti komin undir þvi, að styrktarmenn hennar reynist henni vel. Einn þeirra, sem hingað til hafa styrkt hana bezt, er hr. Kristján Pálsson á Ytri-Bakka við Eyjafjörð, er hefir um 30 kau])endur. ÆSKAN keinur út einu sinni í inánuði, tvö tölublöð í senn, og auk þess jólablað, 25 blöð alls. Kostar 1 kr. 20 a. árg. og borgist fyrir 1. júli. Sölulaun ‘/5 af 5 eint. ininst. Útsendingu og innlieimtu annast Sigurjón Jónsson, til viðtals á Laugavcgi 63, kl. 9—10 og 2—3 daglega. Utanáskrift til blaðsins með póstum; _____________ÆSKAN. Pósthólf A 12. Rvik._______ Eigandi: Stórstúka íslands (1. O. G. T.). Utgefendur: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.