Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1912, Blaðsíða 3

Æskan - 01.09.1912, Blaðsíða 3
Æ S K A N. 67 menn á hverjum degi, þá komu þeir þó oft á viku og dáðust að dugnaði Aðólfs, og höíðu svo með sér mynd frá honum til minja. Oft var hann spurður, hvort hann gæti ekki gert myndir af hlutum, eins og þeir kæmu fyrir, t. d. af stofunni sinni, brúnni á Heljardalsánni, bæna- húsinu og um fram alt af Heljardals- fossinum. Sögðu margir, að þótt sér væri kærl að fá myndirnar hans til minja um hann sjálfan, þá væri þó hálfu skemtilegra að geta fengið með sér myndir af ýmsu úr dalnum hans. En Aðólf kunni ekki að teikna nema eftir teikningum annara; honum haíði aldrei hugkvæmst að teikna eftir fyrirmyndunum í náttúrunni sjálfri. Eii nú fór hann að reyna þetta. — Það gekk mjög erfiðlega, því að alla tilsögn vantaði. Trén og húsin á mynd- unum hans litu út eins og þau væru að detta. Haun ætlaði alveg að gefast upp við það. En einu sinni komu tveir menn, og vissu þeir ekki fyrri til en þeir stóðu frammi fyrir Aðólf, þar sem hann sat á bekknum sínum úti fvrir húsinu og var að teikna. Þeir spurðu hann spjörunum úr um liitt og þetta, en annar þeirra spurði sérstaklega um hagi hans sjálfs. Þetta hefir hlotið að vera einhver tiginn maður, hugsaði Aðólf með sér, því að hann haíði verið svo fjarska kurteis við hann. Hann gat ekki al- mennilega séð, hvernig maðurinn var í hátt, þvi að sólin skein beint framan í liann. En alveg rak hann í roga- stanz, þegar förunaulur hans ávarpaði hann með orðunum: »Yðar hátign«, rétt í því að þeir voru að fara. »Þetta hlýtur að hafa verið keisar- inn sjálfur!« kallaði Aðólf til móður sinnar, þegar hún kom heim. »Ja, er ég nú ekki alveg hissa«, mælti hún. »Það er annars sagt, að keisarinn sé hérna við heilsubrunninn. En sá heiður! Keypti hann nokkra mynd lijá þér?« »Nei, mamma; en hann talaði við mig eins hlýlega og hann væri jafn- ingi minn, þó hann sé nú svona há- göfugur maður; og svo varð ég að teikna dálítið fyrir hann, því hann vildi sjá það með eigin augum; svo haíði hann þá uppdrætti með sér«. »Og lét hann þig ekki hafa minstu vitund fyrir það?« sagði móðir hans með gremju. »Það er alt annað en fallegt af honum, þó hann svo tíu sinnum sé keisari!« En þó að keisarinn gæfi enga gjöf, þá mátti móðir Aðólfs þó vera þakk- lát, því að nú átli hún svo mikla pen- inga, auk þess sem hún hafði unnið sér inn sjálf, að hún gat tekið vetrin- um áhyggjulaus með öllu. Alt af, meðan veður leyfði, teiknaði Aðólf af kappi myndir af ýmsum hlut- um eins og þeir stóðu. Ekki var skort- ur á trjám og vötnum, sem vert var að teikna, heíði hann bara kunnað að- ferðina, eða átt sér einhvern góðan ráðunaut, þó að ekki hefði nú verið meira.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.