Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1912, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1912, Blaðsíða 6
70 Æ S K A N. Nú var tækifærið að fara til tjarnarinnar, og við notuðum pað líka. Við tókum nú litla bátinn okkar og lilup- um svo í hendings-kasti út túnið, áleiðis til tjarnarinnar. Pegar við komum að henni, ýttum við bátnum á flot, en vorum ekki svo hygnir að festa band í hann, svo að við gætum dregið hann aftur að landi. Bátinn rak nú út á tjörnina, par til hann var kominn út á hana miðja. Þar festist liann við grasbrúsk, sem stóð upp úr vatn- inu, og komst ekki lengra. Þá fórum við að kasla steinum og hnausum út í tjörnina, til að losa bátinn, en ekkert dugði. Við dróg- um ekki hálfa leið. Nú tók að vandast málið. Okkur pótti ill að missa bátinn og við vildum helzt ekki vaða; við vorum heldur ekki vissir um að við gætum vaðið pangað. Við hvíldum okkur nú, seltumst niður og tókum að ræða alvarlega um málefnið. »Eg vildi að pað væri kominn stór bátur, eins og stóru mennirnir eiga, pá gætum við róið út á tjörnina og náð í litla bátinn okkar«, sagði ég. »Eg vildi að stóra brókin hans pabba væri komin; pá skyldi ég vaða út í tjörnina og ná bátnum«, sagði Nonni drýgindalega. Þegar við höíðum pvaðrað um pelta dá- litla stund, kom okkur loksins golt ráð í hug, og við létum ekki bíða að framkvæma pað. Við hlupum heim að bæ og læddumstinn í búr og náðum par i tvö mjólkurtrog. Við urðum nú að fara varlega, svo að enginn sæi til okkar. Nonni gekk á undan út og njósnaði, hvort nokkur yrði á vegi okkar, en ég drattaðist á eftir og dró trogin. Pegar við vorum komnir út fyrir bæinn, tókum við sitt trogið hvor og bárum pau til tjarnarinnar. Við settum pau á flot par scm jörnin var dýpst, stigum svo út í sitt trogið hvor og ýttum frá landi með prikum, sem við liötðum tekið með okkur. Trogin fóru nú að velta, og ég hefi víst stigið of mikið út i aðra hliðina, pvi pað fór á síðuna og ég féll útbyrðis á kaf i tjörnina. Nonni fór sömu leiðina. Við supum andköf og okkur svelgdist á. Eftir mikið busl gátum við náð í trogin aftur og hangið á peim. Eg hékk með hendurnar á pví, en fæturnir námu við bolninn. Til allrar hamingju var ég með prikið mitt í hendinni, svo ég gat stjakað mér að landi. Nonni var dálitið grynnra, svo honurn gekk betur að komast í land. Við skriðum á fjórum fótum upp á bakkann. »Þetta var ljóta standið«, sagði Nonni og hristi sig. »Já, pau eru ekki góð, pessi skip«, sagði ég og fór að svipast eftir litla bátnum, og kom loks auga á liann, par sem hann var nærri kominn að landi hinumegin; hann liafði losnað við hreyfinguna, sem varð pegar við vorum að skvampa í vatninu. BÞarna er pá báturinn okkar nærri pví kominn að Iandi«, sagði ég og hljóp á stað, og Nonni á eftir, til að ná honum. Pegar við vorum búnir að pví, löbbuðum við á stað heim, pví okkur var farið að verða kalt, svona hofdvotir og rennandi. Við voruin nú hálf-smeykir um að við myndum fá skammir og kannske eitthvað meira, pegar við kæmum heim svona illa til reika, en pað varð ekkert úr pvi. Við vorum færðir úr votu fötunum oglátnirfara í pur föt i eldhúsinu og ekki sneyptir neitt. Mamma var ekki látin vita um petta fyr en löngu seinna. Kitti smali var sendur eftir trogunum, og við urðum að lofa pví, að taka pau aldrei aftur. Og okkur langaði heldur ekki til pess; pað var ekki svo gott að sigla á peim. |»Sakleysið«|. Ag. G. 13EZTU BAIiNA-B/EKUli cru gamlir árgangar af Æskunni, sem fást innheftir á afgreiðslunni fyrir niðursett verð. í peim eru margar sögur og myndir.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.