Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1912, Blaðsíða 2

Æskan - 01.10.1912, Blaðsíða 2
74 Æ S K A N. oc^ccccc\cccc\cccc\cccc\ccrxM\cccccc\cccccccc\cccc\cc\o a n a av a n a, Saga e/tir A. V ollm a r. (Framli.) IV. Hréf frá Gústaf Tila lil foreldra hans: xHeljardal, 16. des. 1887. Pabbi sagði að skilnaði, að ég mætti ekki koma lieim, i'yr en ég væri búinn að sýna það, að ég gæti unnið i'yrir mér með heið- arlega móti, og það var rétt af honum. — En þrátt fyrir það diríist ég þó að skrifa ykkur, áður en ég kem heim aftur, og biðja ykkur fyrirgefningar á allri þeirri hjarla- sorg, sem ég hefi bakað ykkur. Eg veit, að ég liefi syndgað móti Guði og ykkur; en ég veit líka, að þið viljið fyrir- gefa mér, eins og Guð hefir fyrirgefið mér. Viljið þið nú heyra, hvernig komið er fyrir mér? Ég reikaði fram og aftur í heiminum svo árum skifti og leitaði mér að lífsstöðu, en ég gat hvergi fundið hana. Ef ég heíði nú bara lært að gagni einhverja iðn, þá lieíði ekki t'arið svona hraparlega fyrir mér. Einu sinni var ég í öngum mínum, svo að mér stóð á sama, hvort heldur ég lifði eða biði bana. Eg var þá á ferð uppi í Alpa- fjöllum og steyptist þar fram af háum kletti ofan i grjóturð i gljúfri. Þá bar þar að fá- tækan dreng, handalausan, sem haíði verið nærstaddur, og bjargaði hann inér. Nú er ég búinn að liggja á fjórða mánuð lieima hjá honum, í rúminu hans. Góður læknir hefir annast mig eins og barnið sitt. Eg fótbrotnaði á báðum fótum, og af því að báðir leggir brotnuðu algerlega í hvorum fæli, þá verð ég víst aldrei heill að fótum framar. En læknirinn vonar, að ég geti staulast á liækjum, þó seinna verði. Verið ókviðin út af mér, kæru foreldrar! Eg er nú heilli og sælli en nokkru sinni áður. Og það á ég að þakka honum, sem bjargaði lífi mínu, Aðólf Vendelín vini mín- um. Hann fæddist handavana, en með stál- iðni hefir hann tamið sér að gera margt með fætinum, einkum að skrifa og teikna. Foreldrar lians voru bláfátæk, svo að liann var þeim liin þyngsta byrði. Aðólf hefir nú komið ár sinni svo fyrir borð, að hann hefir stjórnað heimilinu og séð fyrir því síðan faðir hans dó. Móðir hans fer að ráðum hans og yngri börnin sex saman; liann elur þau upp og þau virða hann öll. Hann er sólin á heimilinu, sem öllum veitir vl og birtu. Áður var hann fátækur, mentunar- laus og liandavana drengur, og upp á aðra kominn um alt, en nú hjálpar hann öllum. Og hann hefir líka hjál]>að mér. tíg lá í rúminu, en úr því gat ég séð, hvernig þessi sonur og bróðir liíði og starfaði. Eg gat þá ekki annað en farið að bera okkur sam- an, lífið mitl og lífið hans. Hann var lá- lækur og vanskapaður, og þó er hann hcill og heiður heimilisins. Eg er heilskapaður, og hefi notið allra lífsins gæða frá blautu barnsbeini, en foreldrum mínum liefi ég bakað sorgir og áhyggjur. Og á þessum þungu þjáningarstundum hefi ég ekki getað annað en spurt: »Hvernig víkur þessu við?« En Aðólf hefir svarað mér bæði munnlega og með framkomu sinni: »Ég ber trúnaðartrausl til Guðs, eins og barn- ið hans, og leitast við að gera vilja hans«. Kæru foreldrar! Aðólf hefir alt sem hann þarfnast. Eg hugsaði aldrei út í það, að það væri skylda min að hlýða Guði, og þess vegna lieíi ég heldur aldrei lærl að lilýða

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.