Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 8

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 8
vr JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1912 Sigríðar. Þá er nú bærilegt að eiga góðan dreng, sem hjálpar mömmu til, svæfir systkinin og tekur til matinn lianda okkur«. Mamma leil til mín brosleit og blíð, eins og hún var vön, en ég sá það tæp- lega, þvi að bvita skipið fylti buga minn gersamlega. Kg hljóp á stað eftir olíunni. Leið mín lá fram bjá búðinni lians Gríms, og ég sá að skipið var kyrt í glugganum. Það líður ekki á löngu, áður en einhver kaupir það, bugsaði ég með mér. Þetta var fáum dögum fyrir jólin. l\étt á eftir fengum við frí i skólanum. Nú byrjaði jóla-annríkið fyrir alvöru. Það var blindös í búðunum frá morgni til kvölds; mér var kunnugt um það, því ég fór í allar sendiferðir fyrir hana mömmu mína. Hvíta skipið var óselt enn þá, og oft tafðist ég við að horfa á það. Mér varð einhvern veginn hug- hægra í hvert skifti sem ég sá það, þótt ég heíði enga von um að eignast það. Mamma var búin með kjólinn henn- ar frú Sigriðar, og nú átti ég að skjót- ast með hann til hennar. »En vertu nú fljótur, vinur minn«, sagði mamma við mig. »Við eigum eftir að kaupa alt til jólanna«. Það var komin Þorláksmessa og liðið á daginn, svo ekki veitti af að fara að ná sér i kerti og þess konar til há- tíðarinnar. Eg ferðbjó mig í snatri og bljóp á stað með kjólinn. Frú Sigriður bjó i fallegasla húsinu í kaupstaðnum; hún var vel efnuð kona. Eg barði á eldhúsdyrnar. ínniíeld- húsinu var verið að baka og steikja og búa til alls konar rétti; þar var alt í sannkölluðu eldhúss-uppnámi: stúlk- urnar voru á liarða spretti með fullar körfur af eplum og kökum. Eg gerði boð fyrir frúna og afhenti henni kjól- inn; liún fékk mér saumalaunin. »Þetla lítilræði mátt þú eiga sjálfur, og kauptu þér nú eitthvað fallegt til jólanna«, sagði hún um leið og hún fékk mér tveggja-króna-pening. Eg stóð sem þrumu loslinn, því ég hafði aldrei átt svona mikla peninga. Tvær krónur! Það voru skárri pening- arnir! Eg kysti frúna rembings-koss, blóðrjóður og brosandi út undir eyru. Svo hljóp ég á stað sem fætur loguðu. Húrra! Nú gat ég keypt skipið! Svo þaut ég beint inn í Grímsbúð. Þar var fult af fólki, svo ég varð að bíða æði stund. »Skipið i glugganum?« sagði búðar- maðurinn, þegar ég loks komst að með erindi mitt. »Þetta var nú lakara, drengur minn. Þau eru öll upp gengiu; það seinasta fór rétt áðan. En bíddu við, — það er til önnur tegund, ofur- lítið minni og kannske ekki alveg eins falleg, en þau eru þá ekki heldur eins d\rr. Þau kosta 1 kr. og' 50 aura, en hin kostuðu kringum 2 krónur. Búðarmaðurinn beið óþolinmóður á meðan ég var að skoða skipið í krók og kring Það var náttúrlega hvergi nærri eins fallegt og hitt, en það var þó fullfallegt skip, hvítmálað með rauðri rönd. Bjarni álli auðvitað að fá hilt í jólagjöf. Ja>ja, ég varð þá að láta mér nægja þetta. Eg borgaði skipið, og svo keypti ég smáglingur handa

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.