Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 17

Æskan - 24.12.1912, Blaðsíða 17
1912 .TÓLA13LAÐ ÆSKUNNAR XV EINN dag voru tvö börn ein heima; þau voru að leggja matinn á mið- degisborðið handa sér. Svo l'óru þau að tala um Jesú, því komið var íast að jólum. »Efvið nú«, sagði drengurinn, »legð- um á borðið lmíf og matfork handa Jesú, eins og handa okkur, og bæðum hann að koma og horða með okkur, skyldi hann þá koma? Mamma segir, að hann heyri til okkar og blessi okk- ur, ef við biðjum hann þess af hjarta«. »Yið skulum reyna«, sagði systir hans. Síðan settu þau þriðja stólinn að borðinu, báru fram hnif, fork og disk, fórnuðu höndunum og báðu .Tesú að koma og borða með þeim. Sátu þau siðan kyr og hlustuðu. Þá var ]>arið liægt að dyrum. »Farðu til dyra«, sagði Anna hálf- kvíðandi. »Nei, við skulum hæði fara«, mælti hróðir hennar. Þau llýttu sér fram, opnuðu dyrnar, gægðust varlega úl og áttu von á að sjá frelsarann með gullkórónu á höfði. En úti fyrir stóð þá bláfátækur dreng- hnokki, blár af kulda og skjálfandi. Þetla voru mikil vonbrigði. Það er þá ekki annað en þessi lá- læklingur, hugsuðu þau hæði. »Bíddu við«, sagði annað þeirra. »Nú skil ég það. .Tesús hefir eílausl heyrt tiT okkar, en getur máske ekki komið sjálfur, og hefii því sent þenn- an lilla dreng í staðinn sinn«. Þannig héldu bæði systkinin að það hlyti að vera. Þau létu fátæka drenginn fara með sér inn í stofuna, seltu hann í sætið, sem þau ætluðu Jesú, og létu hann horða með sér. Meðan þau sátu við borðið og horfðu á, hvað fátæki drengurinn var lystug- ur að borða, sagði annað syslkinanna: »A ég að segja þér, hvað ég held? Eg held að Jesús viti um og sjái, hvað hér fer fram núna. Honum þykir eins vænt um það og hann hefði sjálfur þegið, og það er hann, sem gerir okkur glöð i anda af því að hafa gert þetta«. »Já, þetta held ég líka«, sagði hitt með ánægjulegum róm og svip. Þetta var þeirra fyrsti jólagestur. Síðan höfðu þau á hverjum jólum einhvern slíkan gest hjá sér, sem þau gáfu mat og föt; og þeirra mesta gleði var að auðsýna fátækum mönnum meðaumkun sína. (»sakieysið«). Sigurðci Sigurðardóitir. Stói’ «irl{. »Taktu pappírsörk ogskrit- aðu öðru megin á liana alt pað gott, sem þú heíir liaft af áfengisnaulninni, en hinu megin alt hið illa, sem þú hefirliaft afhenni«, sagði maður nokkur við kunningja sinn, sem hafði verið drykkjumaður i 30 ár. »Pað er ekki hægt«, svaraði maðurinn, »það er ekki til svo stór pappírsörk í heimi, að á hana komist. helmingurinn af allri þeirri bölvun, sem ég hefi haft af áfengum drykkj- um á æfinni, og því síður meira«. (G.-T. I, 2).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.