Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 4

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 4
ÆSKAN vissi hún ekki. Það gerði heldur ekkert til. — Ásta litla var svo utan við sig af öllu þessu, að hún tólc varla eftir þvi, sem telpan var að segja. Nú var liringt. Þegar börnin voru sest ihn í stofu, kom kennarinn inn, og var mjög alvarlegur á svipinn. — Svo tók hann lil máls. — Hann sagði, að vorskólinn yrði nú að hætta í dag. Ensku her- mennirnir, sem komið hefðu til bæjarins um nótt- ina, vildu fá að búa í skólanum, og við það væri ekki hægt að ráða. Þeir yrðu að fá skólann. — Meðan kennarinn var að segja ibörnunum frá þessu, lieyrðust stöðugt hrópin og' köllin í liðþjálf- anum, sem var að æfa hermannahópinn úti á leikvellinum. Svo afhenti kennarinn börnunum skrifbækur og annað dót, sem þau áttu, — og kvaddi þau siðan öll nieð liandabandi. Vorskólinn var hætlur. — Ásta litla lial’ði lieyrt mömmu sína og pabba tala um stríð, sem væri langt, langt úti í löndum. — Nú hafði stríðið gert það að verkum, að vorskólinn varð að hætta. Ásta litla var enn meira utan við sig en áður, þegar hún kom út úr skólanum. Henni lá við gráti. En liún harkaði þó af sér, og þaut af stað. Og nú var það svo skrítið, að hún fór ekki heim, heldur rakleitt á verkstæðið, þar sem pabbi henn- ar vann. — Hann var trésmiður, og vann á verk- stæði þar inni í bænum. Ásta litla gekk beint til pabba síns, sem stóð við hefilbekkinn. — Og nú var lienni allri lokið. Hún té)k í hönd hans, liallaði höfðinu að handlegg hans, og g'rét. „Hvað er nú að, Ásta litla?“ spurði pabhi. „Vo-vorskólinn er h-hættur,“ stundi hún upp, og hafði mikinn ekka. Pabbi þekkti tcl])una sína vel, og vissi að allar breytingarnar, sem orðið höfðu i bænum um nólt- ina, mundu hafa liaft mikil áhrif á hana. — Hann tók nú að tala við hana og reyna að róa hana. En það gekk ekki vel, því að hún var svo afar leið og hnuggin.. Pabhi ákvað að fara með Ástu litlu heim í Hulduhvamm, og segja mömmu sjálfur allar frétt- irnar. — Hann var vanur að fara á reiðlijóli á verkstæðið. Nú reiddi liann Ástu litlu fyrir framan sig á hjólinu. Mamma var alveg liissa, þegar þau komu heim svona fljótt. — En pahbi flýtti sér að segja henni frá komu hermannanna lil hæjarins, og að þeir hefðu tekið öll stærstu húsin þar, til að búa i, og þar á meðal skólann. Síðan béldu þau áfram að tala ýmislegt um stríðið. — Ásta litla skildi það 104 ekki, og hafði lieldur engan áliuga á því í þetta sinn. — Hún settist við gluggann og horfði úl í blá- inn. — Hún var mjög hnuggin. Henni var nú svona næstum því sama um þessa hermenn, þó að lienni þætti ósköp leiðinlegt, livað þeir komu með mikið af þessum ljótu bilum, flugvélum og öðru, sem allt ætlaði um lcoll að keyra. -— Hún lofaði því með sjálfri sér að fara aldrei inn í bæinn. — Hefðu þeir bara elcki tekið skólann. Hún gat alls ekki sætt sig við, að hann væri hættur. Hún var • sífellt að hugsa um, hvað þar hefði verið gaman. — Og gráturinn ætlaði stöðugt að brjótast fram, ])ó að hún reyndi að slilla sig. Og þegar hún sat þarna við gluggann, og var að hugsa um þelta, sá hún allt í einu tvö slór skip koma á fleygiferð inn fjörðinn. Annað var her- skip. —• Ásta litla vissi það vel, að hermennirnir, sem ætluðu að húa í skólanum, höfðu einmitt komið til landsins á þessum skipum. — Og nú gat hún ekki stillt sig lengur, en heygði af. Mamma og pabbi komu þá til hennar, og fóru að reyna að hugga liana. Þau gerðu allt sem þau gátu. Þau sungu vísurnar um Lipurtá, — en það dugði ekki í þetta sinn. — Nú var heldur ekki Kári, en oft hafði lionum gengið vcl að koma henni í gott skap, þcgar illa lá á lienni. „En manstu ekki, hvað þér þótti leiðinlegt að fara í skólann, í fyrsla sinn?“ spurði mamma. Jú, Ásla litla mundi nú eftir því, en henni fannst ógn langt síðan, þó að það væri ekki nema rúm vika. Nú hugsaði liún bara um það, að lienni þótli gaman i skólanum. —- Að lokum tók pahhi liana á lmé sér, og sagði: „Heyrðu, Ásta min. Skólinn byrjar áreiðalega aftur í haust. — Og nú skaltu herða þig við að læra að lesa, svo að kennarinn verði alveg liissa, þegar skólinn byrjar aflur. Hcldurðu, að það verði ekki gaman?“ Ásta lilla þagði. Hún beygði höfuðið svolítið nið- ur, eins og hún væri að hugsa sig um. — Svo leit hún framan í pabba sinn, og nú brosti hún ofurlítið. Þá söng pahhi: í fögruni Huldnhvammi, — er heilsar ljúfur blær, —- þar leikur sér um lautu ein lílil huldumær. —- Og huldumærin hýra hún hoppar til og frá, —- og það er engin önnur en Ásta lipurtá. Og hér lýkur svo þessari sögu af Áslu litlii lipurtá.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.