Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 6
ÆSKAN [ * i I • 1 \ \ !•• • S=fe3Eít ' r Oft um Ijúf - ar, ljós - ar sum-ar - nœt-ur læð-ist kvæð - ið frarn i skáldsins önd. Yf - ir dal draum-a-bjarm- mæt-ur, djúp-ur frið-ur gjör-vallt sveipað læt - ur. Bár-an and-ar lctt við lág - a strönd. 7. Jón Laxdal. Jón Laxdal. Eftir því sem íslenska þjóðin fer að hafa nán- ari kynni af lónlist Evrópuþjóðanna fara fleiri og flciri Islendingar að gefa sig við tónsmiðum. Fyrslu brautryðjendurnir hafa þó ýmsum óskyldum störf- um að gegna og því eðlilega lítinn tíma til tón- smíða. Tónlistarstörf þeirra ganga fyrst og fremst í að sinna skyldustörfum, svo sem organslætti, kennslustörfum og söngstjórn. Pétur Guðjohnsen, Jónas Helgason, Bjarni Pálsson á Stokkseyri og Magnús Einarsson semja tiltölulega fá lög. Helgi Helgason einn semur sönglög af kappi og auk hans Sv. Sveinbjörnsson, en iiann dvaldi mestan hluta æfinnar erlendis, meðal stórþjóðar og semur auk sönglaganna stærri verk. Næslir Helga eftir aldri eru það Bjarni Þorsteinsson og Jón Laxdal, seni leggja stund á tónsmíðar svo að um munar. Jón Laxdal ólst upp á þeim tímum, sem tónlist- argáfur hjá unglingum áttu litlum skilningi að mæta, og fáir voru, sem gátu leiðbeint í þeim efn- um. Á unga aldri feklc liann einhverja tilsögn í liljómfræði hjá Magnúsi Einarssyni og Birni Kristjánssyni. Mun það liafa verið öll sú fræðsla, er hann fékk i þeim efnum. Lögin hans eru ekki samin af lærdómi, heldur af meðfæddum gáfum og smekkvísi. og innan. Að þjóðlagasöfnuninni vann hann i 25 ár. Þjóðlögin voru síðan gefin út, og er það stór bók, nærri 1000 blaðsíður, nóteruð lög með fróðleg- um ritgerðum. Með þessu vann sr. Bjarni þrek- virki, því að þjóðlagasafnið er hið merkasta verk; má segja, að það sé hliðstætt við þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar. Árið 1888 kom lykkja á leið Bjarna Þorsteins- sonar. Hann gerðist þá prestur á Siglufirði, nýút- skrifaður af prestaskólanum. Þar var hann prestur í 47 ár, og er það i frásögur fært, að enginn einn prestur iiafi þjónað þeim söfnuði lengur, síðan á 16. öld. Sr. Bjarni var mikils virtur af sóknar- börnum sínum. Siglufjörður var í þann tírna, er liann kom þangað, litill bær, og má vel segja, að hann hafi þá verið cnn afskekktari en nú. Bættar samgöngur hafa losað uin einangrunarböndin. Allan þann tíma sem hann var þar, var bærinn í örum vexti, því að útgerðin óx og síldariðnaður- inn færðist í aukana. Hann lét sig málefni bæjar- 106 ins miklu skipta. Þegarhannvar sjötugur, var iiann gerður heiðursborgari Siglufjarðar. Var hann þá kallaður „höfundur bæjarins“ og sýndur mikill sómi. Þá var liann sæmdur prófessorsnafnbót. Það er hægt að geta sér þess til, að ekki liafi verið hægt um vik að sinna aðal-áhugamálinu — sönglistinni. Ekki lagði liann Iiana samt á hilluna eftir að hann gerðist prestur. Hann liefir samið fjölda af sönglögum og eru meðal þeirra lög sem um langan lima, og eru enn, með mest sungnu lögum hér á landi, svo sem „Systkinin“, „Kirkju- hvoll“, „Taklu sorg mína“, „Sólsetursljóð“, „ís- landsvísur“, „Burnirótin“, „Gissur ríður góðum fáki“. Auk þess liefir sr. Bjarni samið íslenskan há- tíðasöng, sem þykir mjög fagur, og gefið út sálma- söngsbólc. Hann var manna fróðastur um íslenska sönglistarsögu og hefir ritað ýmislegt um það efni. Sr. Bjarni er með réttu talinn einn af merkustu tónlistarmönnum okkar. Hann andaðist 2. ágúst 1938, 76 ára gamall.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.