Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1940, Side 8

Æskan - 01.10.1940, Side 8
ÆSKAN notaður er til þess að skrifa og prenta á, er einmitt unninn úr trjáviði. Elsta tegund pappírs var liið egypska „papyrus“, sem eg lxefi minnst dálítið á áður. Egyptar fundu það upp, að með því að fletta húðinni af sefstrá- unum, sem uxu við hakka Nílar, gátu þeir húið til, úr merg stráanna, ódýrt, einfalt efni, til þess að rita á. Mergurinn var ristur að endilöngu i lengjur, og lengjurnar lagðar saman í röð, langsum og þversum. Lögin voru límd saman með hinu grugg- uga Nílarvatni, sem líktist lielst gúmmíkvoðu, þegar það þornaði i sólskininu. Þegar þessi plata hafði verið pressuð vel, og barin og þurrkuð, var yfirhorð liennar slétt og fremur gott að skrifa á það. En frekar var þetta efni laust í sér, líkt og þerripappír, svo að ekki mátti skrifa fast á það. Gamlar papyrusplötur urðu brothættar líkt og þurrkuð laufblöð. Annað efni var einnig notað til þess að skrifa á, mjög snemnxa á tímum. Það er ef til vill sterkast og endingarbest alls af þessu tagi, sem notað er í heiminum, og er enn notað fyrir dýrmæt skjöl, sem elliix má eigi granda. Efni þetta er nefnt „pergament“. Dregur það ixafn af borgiixni Perga- nxon i Litlu-Asiu, og þar var það fyrst húið til. Nauðsyn manna í Litlu-Asíu knúði þá til þess að finna annað efni eix „papyrus“, til þess að skrifa á. Ósamlyndi átti sér stað milli konunganna í Egypta- landi og Litlu-Asíu, og hætti konungur Litlxx-Asixx að kaupa „papyrus“, frá Egyptalandi. Þetta var 200 árunx f\TÍr Krists fæðingu. Pergament er skinn af húsdýrunx, kindum eða geitum, en hest þótti kálfskinn. Skinnin voru ekki sútuð, heldur voru þau þvegin, lireinsuð og strokin, þar til þau voru svo slétt, að auðvelt var að skrifa á þau nxeð penna og bleki. Þegar teikna átti rósir eða nxyndir á pergament, þá var alltaf valið kálfs- skinn til þess. Þetta voru íxú aðalefnin, sem ritað var á í fornöld. Bækxir voru skrifaðar á skinn á ís- laixdi til forna. Auðvilað voru notuð fleiri efni til að skrifa á í heiminum í fornöld, og eru sunx þeirra fremur skrítin. Rómverjar t. d. notuðu plötur úr tré, sem voru festar saman og voru mjög likar i laginu og venjulegar bækur nú, nerna heldur lengri og mjórri. Plöturnar voru snxurðar með vaxi, og var skrifað á það með álialdi, sem nefndist stíll. Plötur þessar voru mest notaðar til þess að skrifa á sendibréf, og skólasveinar noluðu þær fyrir stíla- hækur og til þess að reikna á. Aðalkoslur þessa var sá, að auðvelt var að þurrka út stafina, senx rit- aðir voru í vaxið, alveg eins og við þurrkuðunx stafi af steinspjöldunum, þegar þau voru notuð liér 108 í skólum, og liægt var að nota sama vaxið aftur og aftur. Stíllinn, senx Rómvei’jar notuðu til þess að skrifa með, var nokkuð langur og mjór í annan endann, en oftast hreiðari i hirrn. Þeir skrifuðu með mjórri endanum, en leiðréttu oft skriftina með þeim breið- ari, með því að slétla vaxið aftur. Þeir, sem lesið liafa mannkynssögu, nxuna eftir Cæsari1), — hvernig liann dó, og nxeð liverju hann varði sig. — Á papyrus var slcrifað með pennunx úr sefi, sanxa efni og var í papyrus. Það þykir merkilegt, að göxnlu nöfnin á penna í fornu nxál- unum, grísku og latínu, þýða sef. — Síðar var farið að skrifa með penna úr fuglsfjöðrum. Það var þó ekki fyrr en á 6. öld e. K. Og þá kemur annað skrítið. Orðið penni, sem við notuni nú, merkir fjöður úr fugli. Þó að penninn sé nú úr stáli eða gulli. Þið þekkið víst öll nafnið pennahnifur, lítill lxnífur, nolaður fyrst til þess að skera odd á fjaðra- penna. Elsta lxlek, senx menn vita til að notað liafi verið, var húið til úr sóti. Mó eða viðarrusli var brennt í steinherbergi, sem reykurinn gat ekki komist út um. Sótið settist á veggina og var síðan skafið af og blandað með vatni og gúmmíkvoðu. Einnig var húið til blek úr ávöxtunx, sem vaxa á eikartré. Ávextirnir eru mjög litlir og oft nefndir hlekber af þessum ástæðunx. í vökva berjanna var hlandað járnefni, sem er enn aðalefni í bleki. Fyrir ekki mjög löngu síðan, þegar menn fóru að grafa upp rústir borganna Herkúlanum og Pom- pej, sem fórust í feikna eldgosi, sem kom úr Vesú- víusi fyrir afarlöngu síðan, fannst svona hlek, og var alveg eins og nýtt. Við höfum nú athugað dálítið elsta lxlek, penna og pappir. Nú skulum við atliuga bækurnar sjálfar, lögun þeirra og gerð. Þetla eru hækur, sem Forn- Egyptar og Forn-Grikkir hjuggu til: En bækur þessara þjóða eru liinar elstu bækur, sexn menn þekkja, og á menningu þessara þjóða byggist menn- ing Evrójxu nú. Ein sú elsta höggmynd, sem til er frá Egyplalandi, er af skrifara við vinnu sina. Hann situr á gólfinu nxeð krosslagða fætur þvers- um undir sér, og gónir út í loftið á húsbónda sinn, tilbúinn að skrifa það, senx liann segir, likt og þeir, sem skrifa á ritvél nú á dögum, uni leið og annar talar. Þessi höggnxynd þykir prýðilega gerð, þó að hún sé búin til 2500 árum f. K. Þá skulum við at- huga, hvernig skrifarinn á myndinni vinnur. Á hnjánx sínum liefir hann þunna, flata fjöl nxeð 1) Cæsar var myrtur. Hann varði sig með ritstíl sínuni.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.