Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 13

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 13
ÆSKAN — Eg kann ekki að dansa, sagði telpan, en það var undanhald og vonbrigði í rómnum. — Kanntu ekki að dansa? Hvað gerir það til? Þegar Jói í Seli spilar, fara allir af stað, karlar og kerlingar, ungir og ganilir. Eg hefi verið sjálfur á svona samkomu og séð það. Þarna stökkva karlarnir af baki og grípa kerlingarnar sínar og snarsnúa þeim í reiðfötunum, þangað lil þær snarsvimar og vella skellihlæjandi af pall- inum lit í grasið. Að eg nú ekki tali um unga fólkið. Það dansar alla, alla nóttina, stundum i tunglsljósi, stundum í myrkri. Kanntu ekki að dansa, segirðu. Ilvað gerir það til? Eins og eg geti ekki kennt þér að dansa á kvöldin og á sunnu- dögum. Ilver þarf að vita af þvi? Á eg að lofa þér að heyra nýjustu vísuna, sem sungin er á dansleikjunum i Skeljavík. Hún er svona: Þegar fuglinn flýgur og felur sig við ský, og máni gamli gægist um glaða jörð á ný, þá liða léttir tónar um Ijósan tunglskins völl, en dátt í húsi dunar þar dansar æskan snjöll. Tra—la—la—la—la—la. Telpan hlustaði og horfði eitthvað langt í burtu. Drési horfði á Iiana, en gat ekki séð með vissu, livort hann hafði sigrað hug telpunar með orðum sinum. En þegar hann var búinn að liafa yfir vísuna, sagði hún: — Syngdu hana. — Syngdu vísuua. Drési ræskti sig svolítið. Nú dugði ekki annað en að reyna að ná fullkomnum sigri yfir telp- unni og Iirífa liana með hinu nýja danslagi. Hann ræskti sig aftur. Svo söng hann af mikilli áreynslu dimmum og hlylckjóttum rómi. Þá hló telpan. Drési varð allt í einu kindarlegur, en hlátur telpunnar braust út með gusum, eins og liann sprengdi af sér einhverja fjötra. — Syngdu aftur, sagði hún.. Drési liorfði tlortryggur á hana og nú vottaði hvergi fyrir hinum gamalkunna háðsglampa i augum lians. — Nei, sagði liann þurrt, — það er best, að þú hlæir að öðrum. Við þetta espaðist telpan. — Ertu ;þá svona? sagði hún. — Svona hvernig? ■— Þú vilt þá ekki syngja fyrir mig? — Nei. — — Og ekki kenna mér visuna? — Þú kærir þig ekkert um það, sagði hann. — Og ertu þá hættur við að bjóða mér i rétt- irnar? —• Þér þykir líklega ekki heldur varið i það, svaraði liann stutlur í spuna. En Lukka liugsaði málið frá nýju sjónarmiði. IJún sat um stund og reytti strá með annarri bendinni, en sagði ekki neitt. En í liuga sinum ráðgerði hún skyndilega stórfenglega liugmynd i sambandi við tilboð Drésa um að fara í réttirnar. Hún ætlaði að fara, ef lmn fengi leyfi til þess. Þetla var í aðra sveit að fara, þar hittir hún margt, margt ókunnugt fólk, þangað keniur lík- lega fólk frá Grenifirði, kannski fréttir liún þá eitthvað af Jóni Guggusyni; ef til vill fer hún í réttirnar og kemur aldrei aftur. Og valan, sem liggur hulin i öðrum lófa hennar, minnir liana allt í einu á alla spádómana. En auðvitað geta spádómarnir ekki fengið uppfyll- ingu, nema maður geri eitthvað til þess að þeir rætist. Lukka snéri sér liýrleg og dólítið kersknisleg að Drésa og sagði snöggt og óvænl: — Svo að þú ætiar þá ekki að standa við orð þín? — Um hvað? segir liann. —- Þú varst að bjóða mér í réttirnar í Vatna- byggð, þú bauðst mér hest og reiðtygi, þú sagðist hafa nóga peninga og vildir láta mig hafa allt ókeypis i ferðinni. Ætlarðu þá ekki að standa við orð þín? Ha? Andrés þagði. — Þú ert að gabba mig, sagði hann eftir lilla þögn og renndi augunum fast á telpuna, en mætti ákveðnum og glöðum augum hennar. — Nei, sagði hún. — Þorirðu þá að fara? — Já, sagði hún. —• Jæja, ágætt, eg svík ekki mín tilboð. En þú verður að lofa mér einu, Lukka mín. — Það er eftir því, hvað það er. —• Þú mátt ekki segja neinum frá þessu fyrr en í vikunni fyrir réttirnar. — Já, eg lofa því. — Viltu gefa mér hönd þína upp á það? — Það er óliætt að treysta þvi, sem eg lofa með munninum, svaraði telpan — eg gef ekki hönd mína upp á svona hégóma. — Þetta má heldur ekki vitnast, þá verður kannski ekki neitt úr neinu. Lukka stóð á fætur. — Nú ætla eg heim, sagði hún. Hún stiklaði 113

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.