Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 19

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 19
ÆSKAN í sveit. Þar, sem ég er í sveit á sumrin, er mikið af fuglum. Þar er mest af æðar- fugli, sem verpir á finmi smá eyjum. fram undan iandinu. Siserst þeirra er Landey. Það er gaman að tína eggin og dúninn. Það er kallað að ganga eyjuna. Eggin eru frekar stór og mó- græn að lit. Það er ekki liægt að ganga eyjuna alla á styltri tíma en heilum degi. Þar er hka mikið af veiðibjöllum, sem verpa i björgunum meðfram sjón- um og út í hólmum í yötnunum þár í kring. Þar er líka mikið af kríu, sem verpir i einni af eýjunum. Fuglar eru skemmtiieg dýr. Stærslu egg, sem eg liefi séð, eru álflaregg. Þau eru hvít að lit og undur falleg. Sigríður Sigurðardóttir (11 ára). Undir bláum seg’lum. Nýja frairiháldssagan, Undir bláum seglum, eftir Gunnar M. Magnúss, er liefst í þessu tbl., er eins og frá var skýrt, í síðasta blaði, framhald sögunn- ar Bærinn á ströndinni. Hefir Gunnar orðið við tilmælum ritstjórans og rit- að þessa nýju sögu fyrir Æskuna. En það var eindregin ósk margra lesenda blaðsins, að fá að lieyra meira um Jón Gugguson og Lukku leiksystur hans. Vonum við, að lesendur fagni því, að sagan er nú komin og fylgisl með henni frá upphafi. Dísa og vinirnir hennar. Um haust. Eg heyri húmið kalla og haustsins vængi blaka, því æstar öldur falla og aðrar lending taka, ■ og það er þögult haust. —- Nú breytist grundin og grasið sölnar. . Heiðríkjan dölcknar, himininn fölnar. Ó. Þ. (15 ára). Til Æskunnar. Á kvöldin, milt er máninn skín, þá myndast um þig ljúfar bögur, elskulega „Æskan“ mín, en hvað þú ert góð og fögur. Bjarni S. Óskarsson (12 ára). Kemur út einu smnl i mánuði, og auk þess fá skuldlausir kaupendur lit- prentað jólablað. Gjalddagi í Rvík 1. april. Úti um land X. júlí ár hvert. Sölulaun 20% af 5 eint. 25% ef aeld eru 20 eint. og þar yfir. Afgreiðsla: Kirkjutorgi 4 (Kirkjuhvoll). Sími: 4235. Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14, Rvik. Ritstjóri: Margrét Jónsdóttir, Hring- braut 66. Sími 2532. Afgreiðslum.: Jóh. Ögm. Oddsson, Skot- húsvegi 7. Sími 3339. Útgefandi: Stórstúka íslands. Rikisprentsmiðjan Gutenberg. Orðsending. Bestu þakkir til allra þei’rr.a mörgu, sem hafa borgað blaðið, en samt eiga þvi miður margir eftir að gera skil, og er vonandi að þeir gerj þau, sem allra fyrst. Október og nóvemberblöðin korna að þessu sinni saman eins og i fgrra. Desemþerblaðið og Jólabókin munu sennilega verða i einni og sörnu kápu (þrefalt blað). Þetta verður síðasta blaðið, sem skuldugum kaupendum verður sent, þess vegna er þeim, sem skulda, mjög nauðsynlegt að senda borgun nú þeg- ar, svo þcir missi ekki af Jólabókinni. Dægradvöl. Káðningar á dægradvölum. í desemberblaói: Óli átti 4 kýr og 13 hænsni. — í marsblaði 18 3 3 1 2 = 27 2 14 6 4 1 = 27 1 1 6 10 9 = 27 2 3 7 5 10 = 27 4 6 5 7 5 = 27 27 27 27 27 27 Talnaþraut. 7 15 11 6 13 9 14 8 12 3 7 2 10 8 12 9 15 13 9 13 7 15 8 10 9 13 7 12 13 10 8 6 10 9 14 14 Flytjið þessar tölur til þannig að út- koman í öllum línunum verði eins, hvort heldur lagt'ér saman lóðrétt eða lárétt. Skrítlur. Þorsteinn litli var uppi í sveit með möminu sinni. En svo fór mamma hans heiru og skildi Þorstein eftir. Fyrsta kvöldið eftir að mamma hans fór, keinur Þorsteinn litli inn í eldhús óvenjulega óhreinn um hendur og andlit og segir yið Gunnu eldastúlku: ,,Eg verð líklega að fara að þvo mér.“ Gunna: „Já, auðviað, Þor- steinn minn.“ Þorsteinn: „Þess þarf nú reyndar ekki, því að nú er mamma farin!“ Hvar er ferjumaðurinn? Leiðrétting. — Lesendur eru vinsamlega beðnir aö athuga, að myndirnar í sögunni „Fóstbræður" á öftustu síðu liafa færst til, þannig, að önnur myndin á að fylgja textanum, sem er undir fyrstu myndinni og öfugt. 119

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.