Alþýðublaðið - 12.04.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.04.1923, Blaðsíða 1
Gefið út af .Alþýduflokkxiiim 1923 Fimtudagirsn iz. apríl. "81. tölublai". Um-daginn og veginn; Brciiuiinark auðvaldsins hefir >Morgunblaðið< nú sett á Guð- mund Hannesson, um leið og það hristi Stein Emilsson af sér. t»ykist blaðið þar hafa komist að góðum mannakaupum, en mörgum mun þykja illa farið og leitt að sjá höfund »AUurelding- ar< bendlaðan við þýðingu á útlendu afturhalds-rusli og rang- tærslum. Um það tjáir víst ekki að sakast héðan af, en ein- hvern tíma hefði það víst þótt fyrirsögn. Mein lífsins er, að >svo ergist hver, sem hanneldist.< Smásöluverð. Samkv. skýrslu hagstofunnar um smásöluverð í janúar hafa vörur þær, er hún tekur til, hækkað í verði um 171% síðan fyrir stríð, en iækk- að í- verði um 5°/0 síðasta árs- fjórðung 1922,' um i5°/0 síðan í fyrra vetur og um 40% síðan í pktóber 1920, er vérðhækkunin var mest. Er verðhækkunin í jan .þ. á. heldur minni en í jan. 1918. Komir þær, sem áhuga hafa á húsnæðismálinu, utan flokks eða innan ættu að sækja fund þann, er Kvennadeild Jafnaðar- mannafélagsins boðar tii íkvöld kl. 8 x/a í Ungmennafélagshúsinu við Laufásveg. Sérstaklega eru þær konur velkomnar, sem búa f slæmum húsakynnum eða geta gefið uþplýsingar um þau, og væntir deildin þess að sjá á fundinum konur þær, sem leylt háfa að tekin væri hjá sér skýrsla um húsakynni í vetur." Mál þetta snertir að vísu alia bæjarbúa en er þó tilfinnanleg- ast fyrir konurnar, og er full þörf á því, að þær iáti til sín heyra um þetta og sameini krafta sína til að reyna að hrinda bví eitthvað áieiðis. n 1 0 bazarnum og bögglakveldinn í Iðnó asinað kvöld kl. 8, sem Hvítabandið heldur til ágóða fyrir hjúkrunarheimili félagsins. O. J. Jónsson og J. O. Jónsson skemta með sögum og söng. Lúðra- sveitin spilar dæmalaust falleg lög. Á boðstólum verða margir fallegir og nytsamir munir. Útsaumuð undirföt og prjón. Uppboð á bögglum bæði íyrir 'Ó. Jó'n.og Jón Ó. og Kvensu o. fl. • Bazarne fndlai. Flskfskipin. Af veiðum komu í gær Baldur með 80 föt. Rán með 45 föt og Skúli fógeti með rúm 86 föt liírar, Lík fanst í gær síðdegis ná- lægt hafnarmynninu. Er gizkað á. að það muni vera annnars mannsins, er drukknaði f of'sa-. veðrinu í janúar aí vélbátnum >Óskark. 1 Dagsbrúnarí'undur ér ( kvöld á venjulegum stað og tíma. Merkismál á dagskrá. Spænskar naetur verða leikuar í kvöld kl. 8 í Iðnó. Vatnið. £>að vár til vonar, að þegar voraði, færi alt út um þúfur með það. Víða í bænum kemur nú ekki dettandi dropi heilan og hálfan daginn. Á Bráð- ræ3isho!ti kom ekkert vatn í gær fyir en örlitlaastund seint í gær- kveldi. Aftur á móti bunaði vatn upp úr jörðinni eins og úr gos- brunni í Skothússveg i. Þarf að gera við- þá bilun þegar í stað °S 8æta vendilega að, hvort ekki séu bilanir viðar. Enn frem- ur þarf enn að hafa eftirlit með vatnsnotkuninni á fiskþvotta- stöðvunum, og ef vatninu verður skift ni'ður tiltekna tíma á dag á hvern bæjarhluta, þarí að aug- lýsa það, svó íólk geti hegðað sér eftir þyí. Þetta óstand m^ð vatnið er óþolandi, einkum þegar þess er gætt, að þar er einungis handvömm um að kenna, því að nýja vatnsléiðslau hefði auð- veldlega getað verið lögð í haust, sem leið, ef nokkurt framtak og íitorka hefði verið í þeim, sem btjórn og framkvæmdum ráða í bænum. Ekki er hægt að skella skuldinni á veðurfarið. Davíð Ostluiíd, fyrr ritstjóri og prentsmiðjueigandi her í bæ, er nú á leið hingað^ Er hann erindreki >AIþjóðasambandsitís gegn áfengissölu<, sem aðsetur hefir í Bandaríkjunum, og mun nú ætla að ýta ofurlítið við ís- lenzku bannmönnnnum og hio- um hugsjónum trúu þingmönnum bannlandsins okkar. „Lénharður fógeti" eftir Einar H. Kvarau hefir nndanfarið verið leikina á Akureyri við mikla aðsókn. Afiabriigð. Afli hefir mjög glæðst upp á síðkastið i ver- stöðvum hér og austan fjalls. Hjálpræðfslieriim hefir beðið blaðið fyrir eftirfarandi: >Hjartanlegt þakklæti tilallra, sem studdu oss við hljómleikana. Kristiau Johnsen ílokkstjórí.t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.