Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 27

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 27
Æ S K A N 119 »Jú, herra yfirkennari«, mælli varð- stjóri og kinkaði kolii og benti með augunum út i hornið á bak við gler- skápinn. Sama daginn, sem þeir yfirkennari og varðstjórinn voru að ráða ráðum sín- um um þetta í skrifstofunni, voru fjórir skólapiltar úr efsta bekk að byggja sér kofa í brekkunni að baki Bæjarfjallsins. Pað var ljómandi fagur sumardagur, loftið þrungið af sólskini og alstaðar kvað við af fuglakliði. Það var komið fram að Jónsmessu. — Piltarnir fleygðu af sér treyjunum og unnu í sveita síns andlitis. — Þeir pældu og grófu, blóðu veggi, negldu og hömruðu. »Pað gengur greiðara á morgun«, tautaði Nikki fyrir munni sér og hafði einn naglann milli tanna sér. »Já, það gengur greiðara, hæ, hæ!« Og liann hló og svo hlógu þeir allir. »Tökum bara fastan á, verum iðnir við kolann«, sagði Marteinn og studdist augnablik fram á pálskaftið. »Það gengur verst með »Kryddsildina« núna eins og fyrri daginn«, sagði Ólaf- ur, »það var hann, sem kom upp um okkur í fyrra, þegar við lokuðum skóla- hliðinu fyrir honum »Sókrates«, eins og þið munið«. »Kryddsíldin« var sá strákurinn kall- aður, sem var minstur og mjóstur þeirra allra, enda var lengi ráðgast um, hvort þeir ættu að hafa hann með eða ekki. Hann sat á steini i brekkunni fyrir ofan kofann og skotraði augunnm nið- ur til Ólafs, en ekki mælti hann orð frá vörum. »Og jæja«, sagði Marteinn, »en hann veit vel hverju hann hefir lofað. Og komi hann upp um okkur núna, þá veröa glaðar ábristir annað kvöld niðri i henni Lyppu«. »Pá er ég nú hræddur um bakhlutann á þér, Pétur«, sagði Ólafur hálfhlæjandi. »Kryddsildin« brosti þá vandræðalega og dálitlir drættir komu í munnvikin. Hann strauk á sér skjannann með skitn- um skyrtuermunum og tók aftur til verka. Og nú leið langur tími svo að enginn mælti orð frá vörum, því að enginn leit upp frá því, sem hann var að gera. Pilturinn pældi og gróf, fleygaði og hamraði. Sólin skein svo heitt og það glampaöi á pálana og rekurnar. Loks hiópaði Vikki: »Nú er kominn miðdegisverðartími, góðir hálsar!« »Bravó!« hrópuðu þá allir sem ein- um munni. Nú tók hver sinn malpoka, það small í brúsunum og upp voru teknar þykk- ar sneiðar af smurðu brauði og alt hvarf ofan .í drengina á svipstundu, því að svangir voru þeir orðnir. »Kryddsíldin« hefir með sér egg«, hrópaði Ólafur. »Já, »Kryddsíld« og egg, það á ágæt- lega saman«, sagði þá einhver hlæjandi. »Mundu eftir morgundeginum, Pélur!« »Yfirkennarinn kemst auðvitað á snoð- ir urn, að við höfum verið hér uppi í fjallinu«, sagði Vikki. »Við liittum þær Sigríði og Önnu Hinriksen i morgun. Þær eru í fimta bekk. Bara þær geti nú þagað«. »Eigum við að skrópa á morgun?« spurði Ólafur og saup sér drjúgan teyg úr brúsanum og leit á lagsbræður sina. »Skrópa!« Pað hafði þeim ekki hugs- ast áður. Pað var vlst ekki svo vitlaust. »Kryddsíldin« þagði eins og steinn. Hann vissi það með sjálfum sér, að orð hans yrðu hvort sem var að engu höfð, og að hann varð að sitja og standa, eins og hinir vildu. En vel leizt honum á með sjálfum sér að koma ekki í skólann, því að koma inn f skrifstofuna, var sama sem að eiga flengingu vísa, — en hann hafði nú annars aldrei flengdur verið til þessa.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.