Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 29

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 29
Æ S K A N 121 kom »Hjartarfótur« aftan að honum og þreif í herðarnar á honum. Þá var lokið leik og blásið lil heim- farar. »Hjartsláltur« var handtekinn og bundið fyrir augu honum og sterkur vörður hafður um hann, og haldið með hann heim í skólann. f*ar var honum stefnt fyrir herTétt og dæmdur í 20 mín- útna gæzluvarðhald. Hann var bundinn við grenistofn. Rauðskinnar komu í skólann dag- inn eftir í búnaði Norðurálfumanna, með slitnar vaxdúkstöskur undir hend- inni. Ekki var neinn sérlegur hetjubrag- ur á þeim þá. Heill hópur af stúlkum og drengjum stóð neðst niðri við skólagarðinn og voru að glápa á skemdirnar á girðing- unni. Kennarar og kenslukonur bættust í hópinn. »Og það er ekkert nema nýtt vind- auga á gömlu plankagirðingunni«, svar- aði Straumfjörð kennari og benli með stafnum. »Aldrei hefi ég nú séð annað eins«, — sagði ungfrú Vilhjálmsson og sló hönd- um saman af ofboði. »Nei, æskulýðurinn nú á tímuml« »Hjartslátturinn« hann Pétur var líka kominn, en illa hafði hann sofið um nóttina, hann var kvíðinn fyrir refsing- unni, það hafði verið að hnippa í hann milli dúranna. Hinir þrír töldu það vera hyggilegast að koma í skólann, annars gæti hæglega svo farið að giunur félli á þá. En þegar hann sá allan samsöfnuð- inn á skólavellinum og heyrði öll fyndnu gamanyrðin, sem þar féllu um þá Bessa brumskegg og ungfrú Pálínu (þ. e. spanskreyrinn), þá iðraði hann þess, að hann hafði komið. Til þess að vekja enga eftirtekt á sér, gekk hann óðara inn í hópinn. Hann huipti ögn varlega í síðuna á Nikka og leit til Ólafs og Ólafur til hans. Nú kom yfirkennarinn út úr skrif- stofunni. Hann stikaði nú til kennara- hópsins úli á skólavellinum. Þeir gengu nú allir að girðingunni og bentu á gloppuna á henni. Þeir voru svo sem auðsjáanlega að tala um þjófn- aðinn. Loks var hringt skólabjöllunni. Þá fanst nú sumum sem af sér væri létt þungum steini. Straumfjörð kennari steig upp í kenn- arastólinn. Hann var feikna alvarlegur, en að öðru leyti lét hann sem ekkert hefði í skorist. Það voru biblíusögur, sem þeir áttu að hafa í fyrstu kenslustundinni. Hví spurði hann ekki þegar í stað um þjófnaðinn? hugsaði Pétur með sér. Hann sat hjá ofninum fátæklegur og skömmustulegur. Ónei, það var víst yfirkennarinn, sem átti að grafa alt upp. Og það stóð líka heima. í næstu kenslustund kom hann sjálfur inn. Hann var feikna alvarlegur á svipinn og aliir vissu, að hér var um alvarlegt mál að ræða. Og nú þótti bonum við liggja, að alt kæmist upp. Hann skipaði með þrumandi röddu: »Réttið allir upp hendur, sem fóruð út úr bænum í gær!« »Nú jæja«. Hann lyfti upp gullspanga- gleraugunum og leit niður eftir bekkn- um. »Hér um bil helmingurinn. Jæja þá«. — Þeir komusl hægast út af því, sem verið höfðu á sjó úti, en þegar að þeim kom, sem verið höfðu til fjalla, þá varð rannsóknin heldur nærgöngulli. — Hjarta Péturs fór að titra, þegar röð- in korn að honum. Hann hafði líka farið út úr borginni, það er að segja: hann hafði farið út að Svartadíki með móður sinni fyrri hluta dagsins. Hann þuklaði á blekbyttunni titrandi hendi. En planka, plá-anka frá skó-ólanum hafði hann ekki séð. Nei.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.