Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 32

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 32
124 Æ S K A N »Ekki fáum við meira en 6 vandarhögg hver«. Marteinn tók í buxnalindann sinn og ætlaði að segja eitthvað. En þá brakaði í skóm yfirkennarans og gekk hann hvatlega til dyra og lauk upp. »Jæja, sjáið þér, þarna höíum við þá. Gerið svo vel að koma innl« Pegar yfirkennarinn var seztur, greip haun talsíma skólans og gerði þeim vart við varðstjóranum og Straumfjörð kennara. Drengirnir stóðu nú í hálfhring: Niko- laj, Marteinn, Ólafur og Pétur. Pétur snöktaði og greip vasaklútinn sinn. »Jæja«, sagði yfirkennarinn og lyfti upp gleraugunum, »þetta er næsta al- \arlegt mál. En ég vona, drengir, ykkar vegna, að þetta sé gáleysi að kenna, en ekki almenn stelvísi. Ég er ekkert að fást um eða spyrja, hver sé forsprakk- inn. Pá létti Nikka heldur fyrir brjósti. Pið fáið allir sömu refsinguna. Herra Straumfjörð, við skulum láta þá fá sín 6 keyrishöggin hvern þeirra, held ég«. Straumfjörð kinkaði kolli við því til samþykkis og vatt sér að glerskápnum. »Humm, já, það er að skilja«, sagði yfirkennarinn og sneri sér að drengjun- um, »þið fáið dóm með skilyrði. Vitið þið, hvað það er?« Nei, það vissi enginn. Pétur hafði heyrt frænda sinn, lög- reglustjórann, segja, að munur væri á fangelsishegningu og betrunarfangelsi; en hvað »skilyrðisbundinn dómur« var, vissi hann ekki. »Jæja, það kemur i sama stað niður«, sagði yfirkennarinn í mildari róm. »Ég skal skýra það fyrir ykkur. Pið fáið ekki refsinguna í dag. Girðingin er nú komin i samt lag aftur. En jafnskjótt sem þar verður hreyft við einum einasta planka aftur — hver svo sem það kann að gera, þá verðið þið kallaðir inn á skrifstofuna og flengdir. Pið skiljið það«. Drengirnir kinkuðu kolli við því. Svo læddust þeir út skömmu síðar og fóru á bak við hús varðstjórans. Peir gengu upp sundið mjóa, Kringlu- smuguna, þungstigir, næstum eins og fullorðnir menn og kiknuðu í knjálið- unum. Þeir þurftu að fara heim og hafa fataskifti. »Pað er reglulega góður drengur yfir- kennarinn okkar, það er óhætt að segja«, sagði Nikki ógn hóglega. »Já, það er víst enginn yfirkennari hans jafningi«. Vikurnar, sem eftir voru þangað til sumarfríið byrjaði, gat varðstjórinn séð á hverju kvöldi, svo lengi sem hann var á fótum, að drengirnir voru á verði kringum skólann, Peir skiftust á um það að halda vörð á kvöldin, til þess að enginn gæti gert þar nokkurn óskunda. Og síðan hefir plankagirðingin í kring- um skólann í Kringlugötunni alt af fengið að vera í friði. Adfangadagskvöld. Nú rökkvar og klukkurnar kalla, — pœr kalla heims um ból. Guðs föðurást hljómar i hljómnum, því höldum við gleðileg jól. Guðs jöðurást! finnurðu eigi hve farsœlt og dýrmœtt það er að halla sér blítt að hans barmi sem barn, þegar rökkva fer. Guð gefi þér, óreynda œska, og ástgjöf hans vaxi þér hjá, að guðlegu hljómarnir hljómi, og hjarta þiit bergmáli þá. Jens Hermannsson.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.