Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 33

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 33
Æ S K A N 125 Þroskasaga brúðunnar. Eins og þið vitið, er ekkert leikfang eins vinsæll og brúðan, Hve mikið, sem búið er til af allskonar nýjum leikföng- um, þá verður brúðan aldrei úrelt á meðan litlar stúlkur og dreDgir eru til í heiminum. Þess vegna er það líka mikil iðnaðai - grein að búa til brúður. Það eru til margar verksmiðjur, sem ekkert búa til annað en brúður, og auk þess hafa margar fjölskyldur atvinnu við það að búa til brúður. Það er þó ekki langt síðan að brúð- ur voru fyrst búnar til í þeirri mynd, sem þær eru nú í. Fyrir svo sem 60 — 70 árum smiðuðu menn brúður ein- göngu úr tré eða leðri. Um 1850 kom brúðusmiður nokkur frá Sonneberg með brúðu heim með sér frá Kína. Hún var búin til úr þykkum máluðum pappír og var með hreyfan- legum höndum, fótum og höfði. Jafn- skjótt sem þetta varð kunnugt, fóru menn að gera tilraunir til að búa til nýjar gerðir og árangur þeirra tilrauna varð brúðuhöfuð úr vaxi, en hárlaust. Efnið í þessum höfðum var aðallega vax og fernis og um nokkra andlits- mynd á þeim var ekki að ræða. Svo er sagt, að iðnaðarmaður einn hafi einu sinni mist fingurbjörg sína niður í bráðinn vaxlög og þegar hann náði henni upp aftur, þá var hún þakin þunnri vaxhúð. Þá datt honum í hug að steypa brúður úr pappírsmauki og dýfa þeirn svo ofan í vaxfög á eftir. Nú eru brúður búnar til úr postulíni, glerhúðuðum málmi 'o. fl. Nú er farið að mála þær með svip- uðum lit og mannshúðin, og þegar far- ið var að mála andlitin á þeim, þá fóru þær smámsaman að líkjast manus- andlilunum. Keptust nú brúðusmiðir um að búa til sem allra fallegastar brúður. Að nokkrum tíma liðnum var farið að láta gleraugu í brúðurnar, í staðinn fyrir máluð augu, og loks fundu menn ráð til þess að setja á þær hár. Rak nú hver framförin aðra í brúðugerðinni og nú getum við fengið brúður, sem geta talað, sofið og grátið og vantar varla annað en lífið til þess að vera eins og lifandi verur. Fegurstu og dýrustu brúðurnar eru búnar til í París, en Núrnberg og Stutt- gart í Þýzkalandi ganga þar næst í framleiðslunni. Hinar skrautlegustu Parísar-brúður kosta þúsundir króna, en þá eru þær auðvitað búnar hinu mesta og dýrasta skarti og eiga marga búninga til skift- anna. Og brúðuhúsin, sem þessar ger- semar eiga að búa í, verða að vera út- búin með öllum þeim áhöldum og út- búnaði, sem tiðkast i húsum auðmann- anna. Það getur auðvitað verið gaman að sjá annað eins og þetta, en bágt á litla stúlkan sú, sem ekki er ánægð fyr en hún fær slika brúðu! Miklu fremur vildi ég vera í sporum litlu stúlkunnar, sem þykir vænst um gömlu brúðuna sína, sem mamma hefir klætt og prýtt, og sem ekki vill skifta á henni fyrir aðra Dýja, hversu skrautleg sem hún er. Pýtt. # J ÓLAVERS. SkAPARINN stjarna, bróðirinn barna, elskunnar eilifa sól: Grœddu þitt bjarta blóm mér í hjarta. Gefðu oss gleðileg jóll

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.